Framboð 2025-Amanda

Ég, Amanda Sunneva Joensen, býð mig hér með fram til stjórnar í Félagi húseigenda á Spáni.
Ég hef búið hér á Costa Blanca svæðinu ásamt maka mínum, Guðmundi Eyþóri Guðmundssyni, síðan árið 2016.
Ég hef mikla reynslu við að skipuleggja og halda viðburði hér á svæðinu, til dæmis, jólaboð og jólaball fyrir yngri kynslóðina, skötuveislur, þorrablót og kótilettukvöld svo fátt eitthvað sé nefnt.
Ég hef líka bakað ýmislegt og selt hér á svæðinu við góðar viðtökur.
Ég tel mig eiga mikið erindi í félagið og tel að framtíð félagsins sé góð. Mín skoðun er sú að það þurfi að vinna í að auka þátttöku Íslendinga á svæðinu og þar á meðal ungs fólks og fjölskyldna sem í æ meira mæli er farið að flytja til Spánar.
Kveðja,
Amanda Sunneva Joensen