Framboð 2025 – Gunnar

Góðan dag,
Ég heiti Gunnar Örn Gunnarsson og ég er formlega að bjóða mig fram til formanns hjá Félagi húseigenda á Spáni.
Ég flutti til Spánar árið 2015 með Svövu, konunni minni, og tveim börnum, Ísabellu Rós þá 7 ára og Tristani Erni þá 3 ára. Þau voru bæði í almennum skóla hér á Spáni. Núna er Ísabella að verða 17 ára og stundar nám í Kvennaskólanum á íslandi og Tristan er að verða 13 ára og er í gagnfræðiskólanum í Playa Flamenca, Orihuela Costa.
Við búum í El Galan , San Miguel de Salinas. Ég hef verið að spila sem trúbador en hef einnig tekið að mér að aðstoða Íslendinga með:
- túlkun á spítala og heilsugæslu.
- NIE númer,
- padrón,
- endurnýjun ökuskírteinis,
- skrá börn í skóla,
- kaup á bílum,
- umsjón og flutning á dýrum til Íslands,
- eignaumsjón,
- túlkun á spítala og heilsugæslu.
Sýn mín á framtíð félagsins er góð, en til að tryggja framtíð félagsins tel ég mikilvægt að fá inn meira af yngra fólkinu og fjölskyldunum sem eru í meira mæli að flytja til Spánar. Það er góður grunnur til að byggja á.
Virðingarfyllst,
Gunnar Örn Gunnarsson