Rafrænt félagsskírteini FHS

Félagsskírteinið er núna rafrænt PDF skjal, og var sent á netfang félagsmanna. Hér eru leiðbeiningar um hvernig það er gert aðgengilegt á síma.
Ef þú ert með iPad eða iPhone
Vistaðu skjalið á stað sem þú þekkir.
Í App Store leitarðu að Ticket Holder, sækir appið og opnar.
Í hægra horni efst er + merki sem þú ýtir á til að bæta við PDF skjalinu.
Bættu því við og skírteinið verður framvegis aðgengilegt á símanum.
Ef þú ert með Android síma
Vistaðu skjalið á stað sem þú þekkir.
Í Play Store leitarðu að Green Pass PDF Wallet sækir appið og opnar.
Í hægra horni efst er + merki sem þú ýtir á til að bæta við PDF skjalinu.
Bættu því við og skírteinið verður framvegis aðgengilegt á símanum.