Hér getur þú skráð þig í félagið
Árgjaldið er 5000 kr

Tekið skal fram að þið þurfið ekki að vera eigendur að fasteign, þið getið verið leigjendur eða einfaldlega ferðalangar í fríi.

Eftirfarandi eyðublað þarf að fylla samviskusamlega út og þú getur óskað eftir notandanafni á innri vef okkar í athugasemdum. Ef það er ekki laust þá færðu öðru notandanafni úthlutað. Ef þú vilt fá félagsskírteinið afhent á Spáni þá þarftu að taka það fram. Þú verður látinn vita og þau eru afhent á Sundlaugarbarnum í Las Chismosas á föstudögum kl. 14-16. Annars eru þau póstsend á heimilisfangið þitt á Íslandi.

Auk ofangreinds þarftu að staðfesta skráninguna með því að leggja árgjaldið inn á reikning félagsins.  

  • Banki-HB-Reikningur: 0331-26-001774
  • Kennitala félagsins: 561189-1029

Eftir að greiðsla er móttekin færð þú upplýsingar um hvernig þú skráir þig inn á vef okkar á netfangið þitt og færð félagsskirteini sent á heimilisfangið.

Endurnýjun félagsaðildar er send í heimabankann.

Þegar þú ert kominn inn á vefinn þá berð þú ábyrgð á að upplýsingar um þig séu réttar. Ef eitthvað er óljóst þá endilega hafðu samband við stjórn.