Deili hér upplýsingum af vef Costablanca.is
Eins og allir vita steðjar mikil ógn að heiminum í dag og óvissuástand mikið. Mörgum er verulega brugðið og sumir óttaslegnir vegna COVID-19 faraldursins.
Eitt er ljóst að um tímabundið ástand er um að ræða og að sólin mun halda áfram að skína. En þangað til er það í verkahring okkar allra almanna til heilla að leggja okkar á vogarskálarnar að hefta útbreiðslu veirunnar hvort sem við erum á Spáni eða Íslandi.
Forsætisráðherra Spánar lýsti í sjónvarsávarpi sínu í kvöld yfir formlegu útgöngubanni á Spáni á grunni Neyðarástandsins sem lýst var yfir í gær. Útgöngubannið tekur gildi kl 08;00 næstkomandi mánudag og stendur í 15 daga eða til 31.mars.
Öllum lögreglustigum landsins hafa verið fært ákveðið “hervald” og .eim gefin full heimild til að ganga lengra en venjulega til að framfylgja útgöngubanninu, Spænski herinn verður kallaður og til aðstoðar.
Fólk á halda sig heima fyrir og ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu. Fólk má aðeins vera á ferðinni til að komast til og frá matvörubúðum, kjötiðnaðarmanninum, apótekum, netfyrirtæki, spítölum/heilsugæslu, bensínstöðvum, vinnu, umönnum fatlaðra eða eldri borgara.
Þetta þýðir að allir veitingastaðir, barir og golfvellir eru og lokaðir.
Allar verslanir og fyrirtæki mega ekki vera opin og hafa mörg fyrirtæki nú þegar eins og til dæmis bankar lýst því yfir að allri þjónustu verði haldin gangandi í gegnum netið í formi tölvusamskipta.
Löggæsluaðilar hafa heimild til að loka hraðbrautum eða þjóðvegum til að hefta samgöngur
Dregið verður úr öllum almannasamgöngum um 40 til 70% á bæði landi og í lofti.
Almannavarnir á Íslandi hafa í ljósi örar fjölgunar smita á Spáni fært Spán yfir á lista yfir áhættusvæði og því verða allir Íslendingar sem koma frá Spáni að fara í 14 daga sóttkví á Íslandi frá og með deginum í dag 14.mars.
Utanríkisráðherra Íslands hvetur Íslendinga á erlendri grundu að láta vita af sér í öryggisskyni með því að skrá sig hér https://www.stjornarradid.is/…/ads…/skraning-vegna-covid-19/
Einnig hefur Borgaraþjónusta Utanríkisráðuneytisins aukið símsvörun og svörun fyrirspurna sem berast með tölvupósti á hj***@ut*.is
Við mælumst eindregið til þess að allir Íslendingar sem dvelja á Spáni sinni ofangreindum tilmælum. Ef þið eruð á ferðinni hafið þá með ykkur vegabréfið og heimilisfangið á dvalarstað ykkar.
Eins og hlutirnir líta út núna þann laugardaginn 14.mars er búið að loka Spáni innan frá ef svo má segja en allir flugvellir eru hins vegar enn opnir og því ekkert ferðabann til eða frá Spáni. Í dag hafa þó borist fréttir af því að flugfélög hafa fellt niður flug til Spánar en Norwegian heldur enn uppi flugleiðinni á milli Íslands og Spánar. En eins og gefur að skilja er mikið um afbókanir á flugi til Spánar á meðan útgöngubannið varir og því ákveðin óvissa hvort Norwegian og Icelandair haldi flugleiðinni á milli Keflavíkur og Alicante gangandi mikið lengur á meðan ástandið er eins og það er þar sem vélar þeirra munu eflaust fljúga hálf tómar frá Íslandi.

Sjá frétt á síðu Costa Blanca News.