Útfarir og útfaratrygging á Spáni

Það er ágætt fyrir húseigendur og leigjendur sem dvelja langdvölum á Spáni að huga að tryggingarmálum sínum. Það er ekki sjálfgefið að menn fái t.d. líftryggingu eða útfarartryggingu eftir hjartaáfall. Í leit minni fann ég Grupo Rocamer, áratugagamalt fjölskyldufyrirtæki, sem rekur þrjár útfarastofur hér á Costablanca, Spáni, auk þess sem þeir eiga tvö tryggingarfélög. Þeir krefjast ekki læknisvottorðs en spyrja örfárra spurninga er varða heilsuna. Þær eru orðaðar þannig að flestum reynist auðvelt að svara þeim með jákvæðum hætti. Félagsmenn FHS njóta sérkjara hjá Grupo Rocamer. Sjá nánar hér.

Deila: