Aðalfundur á Spáni eða Íslandi?
Rafræn kosning
Ágætu félagar,
Í 36 ára sögu félagsins hafa aðalfundir verið haldnir á Íslandi. Nú eru félagsmenn spurðir hvort halda eigi aðalfund á Spáni eða á Íslandi. Einfaldur meirihluti ræður niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.
Það er rétt að taka fram að ekkert finnst í lögum félagsins um hvar halda skuli aðalfund félagsins.
Stjórn félagsins fól undirrituðum að efna til leynilegrar rafrænnar kosningar um hvort halda eigi aðalfund á Spáni eða Íslandi.
Margt sem mælir með því að halda aðalfundinn á Spáni:
- Undanfarin tvö ár hefur mæting félagsmanna á aðalfundi verið dræm.
- Æ fleiri félagsmenn FHS eru á Spáni á þessum tíma.
- Núverandi stjórn félagsins er á Spáni.
- Síðustu tvö ár hefur öll starfsemi félagsins verið á Spáni nema aðalfundir.
- Kostnaður við aðalfundi er meiri á Íslandi en Spáni.
Smellið á hnappinn til að kjósa.
Kosningu lýkur miðvikudaginn 21. janúar 2026 kl. 23:59 og niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar á föstudagshittingi félagsins, heimasíðu félagsins og Facebook-síðu þess.
Tökum þátt í kosningunni og mótum framtíð félagsins. Úr samþykktum félagsins:
Aðalfundur félagsins skal haldinn eigi síðar en í lok mars ár hvert og skal boða hann
með minnst tíu daga fyrirvara.
Fyrir hönd stjórnar,
Karl Guðmundsson, vefstjóri.
![]()
