Aðalfundur Félags húseigenda á Spáni

Var haldinn í sal Ferðafélags Íslands laugardaginn 19. febrúar kl. 14:00.

Fundur settur kl. 14:05

 1. Fundarstjóri var kosinn Sigurður Steinþórsson og fundarritari Bjarni Jarlsson.
 2. Ólafur Unnar Magnússon flutti skýrslu stjórnar fyrir árið 2021.
 3.  Gjaldkeri Ólafur Unnar Magnússon skýrði reikninga ársins 2021.
 4. Engar umræður né fyrirspurnir bárust um lið 2 og 3, skoðast þeir samþykktir.
 5. Engar lagabreytingar voru á dagskrá.
 6. Ólafur Unnar Magnússon var kosinn formaður með öllum greiddum atkvæðum.
 7. Eftir taldir aðilar voru kosnir í stjórn félagsins: Bjarni Jarlsson, Burkni Aðalsteinsson, Ólafur Rúnar Sigurðsson og Sigrún Birgisdóttir.
 8. Eðvarð Björgvinsson var kosinn varamaður í stjórn.
 9. Jón Steinn Elíasson og Viðar Marel Jóhannsson voru kosnir sem skoðanamenn reikninga.
 10. Örn Thorsteinsen spurði um stefnu og framtíðarsýn félagsins.
  Formaður rakti upphaf félagsins og þær breytingar í áranna rás, svo sem samkeppni í flugi og uppbyggingu á öryggisneti félagsins og tilkomu öflugs öryggisfulltrúa sem stæði sig einstaklega vel. Hann benti á að félagið væri með samninga við lögfræðistofur, læknastofur og tannlæknaþjónustu, svo væri þjónusta eins og frágangur er varðaði erfðaskrár og
  útfarartrygginga. En hann lagði áherslu á að tillögur félagsmanna væru vel þegnar.
 11. Spurt var um samstarf félagsins við Úrval Útsýn 2020, formaður benti á að út af Covid hefði lítið reynt á það samstarf þar sem ferðaáhugir almennt hefði dvínað 2020.
 12. Vilhjálmur Sigurgeirsson benti á að ekki mætti gefa flugsamninga upp á bátinn, formaður svaraði því að stjórn hefði það í athugun en væru ekkert of bjartsýni.
 13. Víðir Aðalsteinsson benti á að FHS þyrfti að vinna betur að sýnileika varðandi fyrir hvað það
  stendur, sem dæmi vegna læknaþjónustu, lögfræði þjónustu og útfarakostnað, annars lýsti hann ánægju sinni með stjórn félagsins.
 14. Formaður ljóstraði því upp að endurtaka ætti leikinn frá 2019, er félagið hélt Haustfagnað á
  Spáni með Stjórninni 2019, hann lofaði þriggja daga hátíð 7. til 9. október, föstudagurinn 7. fer í undirbúning fyrir konurnar til að gera sig fínar, laugardagurinn 8. október er Stjórnarballið (Sigga Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson og sunnudagurinn 9. október til að jafna sig.
 15. Fundi slitið kl. 14:50.

Á stjórnarfundi eftir aðalfund skipti stjórn með sér verkum sem hér segir:

 • Ólafur Rúnar Sigursson varaformaður
 • Burkni Aðalsteinsson gjaldkeri
 • Bjarni Jarlsson ritari
 • Sigrún Birgisdóttir meðstjórnandi
 • Eðvarð Björgvinsson varamaður

Fundargerð ritaði Bjarni Jarlsson.

Deila: