Grísaveisla FHS 2022

Grísaveisla FHS verður haldin laugardaginn 19. febrúar 2022 í Mörkinni 6, sal Ferðafélags Íslands. Staðsetningin á korti.

Húsið opnar kl. 19:00

Í boði er þriggja rétta kvöldverður. Sigga og Grétar spila fram eftir kvöldi.

Miðaverð er kr. 8.500 og er greitt með millifærslu.

Hér er skráningarblað til að forskrá sig og nálgast greiðsluupplýsingar: Skráningarblað

Ath. Skráningu þarf að ljúka að kvöldi 15. febrúar vegna undirbúnings veitinaraðila.

Rétt er að taka það fram að það má taka með sér “nesti” að heiman í vökvaformi ef vilji er fyrir því. Einnig verða seldir drykkir, áfengir sem óáfengir á staðnum.

matseðill

Stjórn FHS

Deila: