Aðalfundur & Grísaveisla
Aðalfundur félagsins verður laugardaginn 16.febrúar kl 13:00 í Akóges salnum Lágmúla 4, 3 hæð. Hefðbundin dagskrá:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar
- Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins
- Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga
- Kosning formanns
- Kosning fjögurra manna í aðalstjórn
- Kosning tveggja manna í varastjórn
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Tekin ákvörðun um árgjald í félaginu
- Lagabreytingar
- Önnur mál
Við hvetjum áhugasama um að bjóða sig fram til stjórnar og hafa þannig bein áhrif á vöxt og þróun félagsins. Samkvæmt lögum félagsins þarf að framboð að berast stjórn eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund á netfangið um****@be**.is
Hin árlega Grísaveisla verður síðar sama dag á sama stað og er skemmtinefnd að störfum við undirbúning og skipulag.
Þessir viðburðir báðir verða kynntir betur fljótlega hér á heimasíðunni, á facebook og fjölpósti sem sendur verður á félagsmenn.