AÐALFUNDUR OG GRISAVEISLA FHS 2025
Aðalfundur FHS verður haldinn laugardaginn 8. mars nk. kl. 13:00 í AKÓGESSALNUM, Lágmúla 4 á 4. hæð.
Dagskrá fundarins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar.
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
- Ákvörðun um félagsgjald.
- Tillögur til lagabreytinga.
- Kosning formanns.
- Kosning tveggja manna í aðalstjórn og eins varamanns í stjórn.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Kæru félagsmenn, eftir 6 skemmtileg ár í FHS, 3 ár sem gjaldkeri og 3 ár sem formaður hef ég ákveðið að láta af stjórnarmennsku. Þetta hefur verið góður og gefandi tími. Gott er að skipta um menn í brúnni og fá nýtt og ferskt blóð í starfið.
Nú leitum við að hressu og skemmtilegu fólki sem er tilbúið og hefur áhuga á félagsstörfum. Við leitum að nýjum formanni, einnig leitum við að fólki sem sem vill gefa kost á sér í stjórn FHS. Áhugasamir sendi umsóknir á fh*@fh*.is
Takið daginn frá.
AÐALFUNDUR FHS
Laugardagur 8.mars kl. 13:00
Lágmúli 4, 4. hæð.
GRÍSAVEISLA FHS
sama dag, 8. mars, og hefst kl. 19:00 á sama stað.
Rúnar Þór og hljómsveitin TRAP leikur við hvurn sinn fingur. Síðast var mikið stuð, og það ætlum við að endurtaka aftur. Nánari upplýsingar birtast á næstu dögum.
Bestu kveðjur,
f.h. stjórnar FHS
Ólafur Magnússon
formaður