AÐVENTUFERÐ TIL MÁLAGA

ÆVINTÝRIN HALDA ÁFRAM AÐ GERAST HJÁ OKKUR!!
NÆSTA ÆVINTÝRA FERÐ!!

MÁLAGA

UNDURFÖGUR, RÍK AF MENNINGU OG SÖGU!!

FIMMTUDAGUR 05. DESEMBER – MÁNUDAGS 09. DESEMBER 2024!!

5 DAGAR/4 NÆTUR!!

Aðventuljósin í Málaga njóta mikillar ALHEIMS athygli og eru stór viðburður fyrir borgina!!

Málaga er þekkt fyrir að hafa fallega borgarmiðju sem er lýst upp á aðventunni með ýmsum ljósum, skreytingum og aðventukrönsum.

Jolaljós í Málaga

Aðventuljósin eru yfirleitt kynnt með stórum athöfnum, svo sem fyrsta tendrun ljósanna í lok nóvember, þegar kveikt er á fyrsta kertastjakanum á aðventukransinum og borgin baðar sig í ljósinu. Einnig eru margvíslegir viðburðir og hátíðahöld í tengslum við aðventu, svo sem tónlistarviðburðir, markaðir og göngur um borgina. Málaga er því ein af þeim hamingjusömu borgum sem er einstakt að heimsækja á aðventutímanum.

Myndband sem sýnir jólaljósin á Calle Larios, Málaga
Verð á mann í tvíbýli EURO 798,00. Allir skattar innifaldir.
Verð fyrir einn í eins manns herbergi EURO 700,00.
INNIFALIÐ:
  • Keyrsla með rútu frá Torrevieja/Orihuela Costa alla ferðina
  • 4 nætur á hótel Hotel Málaga Alameda Centro-Melia ⭐⭐⭐⭐
  • Innifalinn er morgunmatur
  • Ferðaleiðsögn
EKKI INNIFALIÐ:
  • Aukagjöld á hóteli svo sem þvottur, fatnaðar, minibar, sími o.s.frv.

FERÐAÁÆTLUN:

05/12 – ORIHUELA COSTA / TORREVIEJA – MÁLAGA

Brottför frá staðfestum stöðum á Orihuela Costa/Torrevieja svæðinu til Hotel Málaga Alameda Centro Affiliated by Meliá, Av. de la Aurora, 31, Málaga. Sjá staðsetningu hótelsins á korti.

Komum okkur vel fyrir á hótelinu og slöppum vel af hver á sinn hátt. 

Saga Málaga, í dag næst stærstu borgar Andalúsíu héraðs á eftir Sevilla og fjórðu stærstu viðskipta borgar Spánar á eftir Madrid, Barcelona og Valencia nær aftur um 2,800 ár sem gerir hana eina af elstu borgum Evrópu sem og ein sú elsta í heimi með stöðuga búsetu.

Fönískir kaupmenn frá borginni TYRE í Líbanon stofnuðu Malaka eins hún var nefnd árið 770 BC. TYRE ein elsta borg heims með stöðuga búsetu þó að á miðöldum hafi fólksfjöldinn orðið mjög lítill á tímum. TYRE er jafnframt talin fæðingaborg EVRÓPU! Systur borgir TYRE á þessum tímum voru hin Gríska Cadmus og Carthage er stendur á ströndum Tunis vatns í Túnis.

Á þessum tímum réðu Fönískir og Karþagóskir kaupmenn verslunarleiðinni yfir Miðjarðarhafið. Malaka með ána Guadalmedina er rennur í gegnum Málaga, þjónaði sem mikilvægur hlekkur frá ströndum austur Miðjarðarhafsins,  Líbanon og  Sýrlands til Gíbraltar sundsins.

Sem og aðrar Fönískar nýlendur féll Malaka í hendur Karþagó á 6. og 5. öld. Fönískir og síðar Rómverjar byggðu úthverfi Malaka frá Gibralfaro hæðum til mynni árinnar Guadalmedina.

Eftir „Punic“ stríðið er lauk 146 BC þar sem Rómverjar gjörsigruðu Karþagó-veldið, í norður Afríku, Miðjarhafs eyjarnar féll Malaka undir yfirráð Rómverja og gerð að höfuðborg Rómaveldis-Vestra, á þessum tíma setja Rómverjar sérstök lög (Lex Flavia Malacitana) skrifuð á töblu, en ein slík fannst í Malaka á 20. öldinni og er geymd í þjóðmynjasafninu í Madrid.  Lög þessi veittu börnun fæddum í Vestra Rómaveldinu fullan ríkisborgara rétt innan stór Rómaveldisins. Rómverska útileikhúsið sem sækir stíl sinn í Grísk útileikhús var ennfremur byggt. Veldið féll og borgin féll í hengur Gotnesks þjóðflokks af Germönskum uppruna (Visigoths).  Á 8. öldinni er borgin orðin að mikilvægri verslunarmiðstöð, þá komin undir Íslamska konungsveldið í Cordoba. Minjar hafa fundist um töluverða vínrækt frá 10. öld, jafnframt sem rúsínur frá héraðinu þóttu af einstökum gæðum. Eftir fall konungsveldisins í Cordoba, fellur veldið undir Íslamska konungsveldið í Granada. Í ferðabókum frá 1325 er Malaka lýst sem einni stærstu og fegurstu borg Andalúsíu með ótrulega fjölbreittu matarbúri af hnetum, möndlum, rúsínum, gráfíkjum o.s.frv. Ruby rauð pomegranates er áttu ekki sinn líka í heiminum.

Á 15. öldinni er Malaka orðin mikilvægur hlekkur í alþjóðlegri verslun, útflutnings höfn, hvort heldur austur til Kína eða vestur um Atlantshaf.

18 ágúst 1487 fellur Malaka í hendur Kristinna hersveita eftir þriggja mánaða og 11 daga umsátur í því sem var blóðugasti tími Granada stríðsins. Næstum allir íbúar Malaka (um 11.000) að undanskildum 50 voru hnepptir í fangabúðir og seldir sem þrælar til annara borga Andalúsíu svo og Valencia og Barcelona. Nýir Kristnir ábúendur frá hinum ýmsu héruðum Iberca skagans fluttu inn!!!! Segja má, „Illur fengur illa forgengur“. Typhus herjaði á borgina eftir að hún var sett undir yfirráð „Crown of Castilla“.

24. ágúst 1704, suður af Málaga fór fram stærsta sjóorusta Spánska Erfðastríðsins er lauk án sigurvegara.

Borgin þróast hratt, auður jókst innan takmarkaðs hóps þökk mikillar iðnbyltingar á fyrri hluta 19. aldar.  Fólksfjöldi jókst hratt en féll á árunum 1887–1897 er vín-lúsa faraldurinn geisaði. (drap því sem næst alla vínrækt, ekki bara á Spáni heldur líka í Frakklandi og víðar.  Vínsprotar voru fluttir inn frá Chile til að endurreisa iðnaðinn).

1924 er Málaga sameinað Torremolinos.

Eftir byltinguna 1936 hélt vinsti sinnuð stjórnin í Málaga velli þrátt fyrir stórfelldar sprengjuárásir ítalska flotans er tók þátt í að brjóta niður varnir flota vinstri sinna er lokaði Spönsku Morocco. Eftir fall Vinstri sinna tekur Francisco Franco yfir í febrúar 1937.

Eitt óhugnarlegasta og blóðugasta tímabil í sögu Spánar hefst. Yfir 7.000 manns voru drepin a veginum til Almeria  er þau reyndu að flýa Málaga. Franco sat við völd sem einræðisherra til 1975. Þetta var mjög sársaukafullt tímabil í sögu Spánar.

06/12 – MÁLAGA

Morgunverður, frjáls dagur.

Calle Larios í Málaga

07/12 – SKOÐUNARFERÐ TIL MIJAS OG NERJA

Að loknum morgunverði höldum við dagsferð til Mijas og Nerja.  Tveir fallegir en mjög ólíkir bæir.

Myndir frá Mijas
Evrópuhliðið í Nerja

Stofnað af Tartessians BC, timasetning óráðin ekki síst fyrir þær sakir að uppruni Tartessians var mjög dularfullur og höndlaður lengi vel sem þjóðsaga. Talið að hefði jafnvel sokkið í sæ. Fornleifa rannsóknir hafa síðan leitt í ljós að borgin Tartessus var hafnarborg við minni árinnar Guadalquivir á suðurhluta Iberíuskagans, íbúar af íberskum uppruna er töluðu sitt eigið tungumál af spænskum uppruna.  Svæðið var mjög ríkt af málmum svo sem kopar, gulli og silfri en verslun með tin var mjög verðmæt á Bronzöld. Talið er að þeir á þessum tímum hafi verið mjög mikilvægir fyrir verslun Föneksía er leiðir til stofnunar Mijas er byggist upp sem hafnaborg á austurströndinni. Á sama tíma byggja þeir sína eigin höfn sem nú stendur Cadiz. Rústir upprunalegu virkisveggjana eru enn sýnilegir sem hluti veggsins er umliggur gömlu borgina. Saga og örlög Mijas er mjög hliðstæð sögu Málaga, gríðarlega frjósamt land með hliðstæða ræktun o.s.frv.

í lok umsátursins um Málaga 1487 er kristnir tóku völd, biðu sömu örlög íbúna Mijas, hnepptir og seldir sem þrælar. Íbúar Mijas héldu tryggð við Spænsku Kórónuna og tóku þátt í þjóðarbyltingunni 1520-1521 er færði þeim að þökk titilinn „Muy Leal“ tryggt stuðningsfólk. Stuttu síðar veitti Joanne of Castille er almennt var kölluð brjálaða Jóhanna (ættir til norður Spánar, Austurríkis….) stöðu sjálfstæðrar borgar, undanskilin öllum skatta skyldum til Spænsku Kórónunnar. Þetta leiddi til gríðarlega mikils áhlaups sjóræningja er áttu þar friðhelgi frá skattlagningu auk þess að ræna og rupla. Á þessum tíma og af þessari ástæðu voru reistir miklir eftirlitsturnar er standa enn í dag.

Á 19. öldinni, þróast Mijas sem svæði landbúnaðar, fiskveiða, vínrækt, pappírsvinnslu, sérstaklega pappir er notaður var til að pakka inn rúsínum í Málaga.

Á tímum Fransisco Franko, var Mijas miðstöð mótspyrnu.

Í dag er Mijas fyrst og fram ferðamannastaður, þó fiskveiðar séu enn mikilvægar, horfin er hin mikla höfn viðskipta og skipaumferðar.

08/12 – MÁLAGA

Morgunverður, frjáls dagur.

09/12 – MÁLAGA – ORIHUELA COSTA/TORREVIEJA

Morgunverður, síðan haldið heim á leið. Stutt stopp á leiðinni (hádegisverður á kostnað farþega).

SALA Í FERÐINA ER HAFIN!!

Vinsamlegast hafið samband við Kristin í síma +354-787-8809 eða email: kr********@gm***.com.

Deila: