Stærsti kirkjugarður í Evrópu

Kæru FHS félagar !

Í spænska horninu í dag rennum við til MADRID í leit að innri frið og ró

Þessi víðfeðmdi kirkjugarður í Madríd er stærsti kirkjugarður Spánar og Evrópu, og einn sá stærsti í heiminum. Um það bil fimm milljónir manna hafa verið lagðir til hinstu hvílu hér – Það er umfram núverandi íbúa borgarinnar.

„Our Lady of Almudena“ kirkjugarðurinn (Cementerio de Nuestra Señora de La Almudena) er meira í ætt við bæ hinna látnu. Fjöldi gesta, sérstaklega á „Allra heilagra degi“, 1. nóvember, gengur grafreitinn eftir göngustígum með götunöfnum og mismunandi hlutum sem líkjast hverfum með mismunandi félagslegri stöðu.

Þá er þarna sérstakt „hverfi“ með veggjum fyrir grafhýsi hinna ríku og frægu, litlar hallir, margar með skreyttum hurðum og gluggum.

 Á öðrum stað eru grafir þeirra sem minna mega sín eða ekki vel stæðir – alls ekki grafreitir, heldur raðir af uppstöfluðum „smákryptum“ sem hýsa brennndar leifar sálnanna innan margra hæða hárra veggja, sem líkjast íbúðarblokkum.

Í miðjunni er hið sögulega hjarta kirkjugarðsins, með fallegum marmaralegsteinum og styttum frá 19. öld. Kirkjugarðurinn var byggður árið 1884 og óx hratt eftir því sem kólerufaraldurinn breiddist út.

Þótt hann sé ekki eins glæsilegur og kirkjugarðarnir í öðrum höfuðborgum Evrópu, þá hefur Almudena samt nokkra íburðarmikla og áhugaverða legsteina sem vert er að heimsækja. Svo ef þú ert á svæðinu er það vel þess virði að heimsækja kirkjugarðinn. – Neðanjarðarlína 2 mun koma þér að Elipa stöðinni, þaðan sem þú getur gengið að innganginum, sem er í um hálfs kílómetra fjarlægð.

Upprunagrein : https://www.eyeonspain.com/blogs/bestofspain/23008/largest-cemetary-in-europe.aspx

Höfundur : Max Abroad / Living in Spain

Þýtt og endursagt :

Már Elíson
Öryggis- og þjónustufulltrúi FHS,
Félags húseigenda á Spáni  –  fhs.is

Deila: