Breyting í varastjórn félagsins.
Við tilkynnum eftirfarandi breytingu í varastjórn félagsins sem tekur gildi frá og með deginum í dag:
Eiríkur Ingi Haraldsson hefur sagt sig úr varastjórn af persónumlegum ástæðum. Eiríkur kom inn í stjórn félagsins 2014 og hefur verið samfellt í stjórn síðan og gengt ýmsum hlutverkum fyrir félagið. Við þökkum Eiríki fyrir gott samstarf, tíma og vinnu sem hann lagt af mörkum fyrir okkur undanfarin ár og óskum honum velfarnaðar.
Í morgun leitaði formaður til Karls Kristjáns Hafsteins Guðmundssar um að taka sæti Eiríks við stjórnarborðið og hefur Karl samþykkt það. Við vorum áður búin að vera í sambandi við Karl út af ýmsum spennandi sérverkefnum sem sagt hefur verið frá áður. Karl mun nú starfa með okkur í stjórn fram að næsta aðlfundi og þá sækja umboð frá aðalfundi til áframhaldandi stjórnunarstarfa. Við bjóðum Karl velkominn við stjórnarborðið og hlökkum til samstarfs við hann.