Dagsferð til Cartagena

Þá er komið að næstu ferðaupplifun okkar saman!

Dagsferð til hinnar heillandi sögufrægu borgar CARTAGENA!

Mánudaginn 30. október 2023

Við bjóðum upp á dagsferð til CARTAGENA fyrir okkar félagsmenn svo og ALLA AÐRA er njóta vilja þessarar einstöku ferðar undir handleiðslu Jóns Hauks Sigurðssonar og Kristins V Blöndal.

Förum tímanlega af stað þannig að þátttakendum er veittur nægur tími til að njóta dagsins til hins ýtrasta.

Lagt verður af stað frá:

  • La Marina (við verslun Lidl) kl. 8:30
  • Frá Torrevieja (lögreglustöð) kl. 09:00.
  • Frá La Zenía mollinu (stóra planið gegnt Decathlon) kl. 09:20.

Verð 25 evrur á mann.

Ekki innifalið í verði eru hverskonar skoðunarferðir svo og  heimsóknir á söfn.

Cartagena er einn af gimsteinum Spánar og fjöldamargir áhugaverðir staðir að heimsækja. T.d. Kastalinn, rómverska leikhúsið, ráðhúsið, safn sjóhersins, formmynjasafnið, sigling út fyrir höfnina auk þess að nýta sér ‘hop on hop off’ strætó.

Síðan að trompa daginn á fjölda góðra veitingastaða í miðborginni.

SALA Í FERÐINA ER HAFIN!!

Miða má sækja á La Chismosa Pool, Bar and Restaurant alla föstudaga kl. 14–16.

Hafið þið spurningar, hikið ekki við að hafa samband við Jón Hauk í síma +34-6884-43609 eða Kristin í síma +354-787-8809.

Deila: