Belén gigante de Alicante

Fæðingarsenan með stærstu persónum í heimi

Spænska jólahornið

Kæru FHS félagar og aðrir velunnarar félagsins hér á suðurströnd Spánar.

Spænska jólahornið leitar ekki langt yfir skammt í trúarlegri leit sinni að einhverju merkilegu til handa okkur á aðventunni.

El belén con las figuras más grandes del mundo
Þetta er fæðingarsenan mikla í Alicante. | Mynd : Shutterstock

Fæðingarsenan með stærstu persónum í heimi, vottuð af „Guinness Book of Records“ , er á Spáni. Nánar tiltekið í borginni Alicante.

Sá sem ber ábyrgð á þessu umfangsmikla verki er borgarstjórnin sjálf, sem til að framkvæma það hefur fengið þrjá listamenn sem sérhæfa sig í þessum stóru myndum sem vísa til hinna frægu „fallas“ í Valencia. –  Það er þess virði að fara nær smáatriðum þess.

El belén con las figuras más grandes del mundo
Fæðingarstundin, myndir með stærstu persónum í heimi. | Mynd : Shutterstock

Sumar fígúrurnar í fæðingarmynd Alicante ná næstum 20 metrum á hæð. Aðalverk þess, það sem samanstendur af fjölskyldu Jesú, Maríu og Jósefs, er hannað af José Manuel García Esquiva, þekktum sem „Pachi“. – Þessi fæðingarsena er innblásin af módernisma Alicante og er blanda af mynd, ljósi og hljóði.

Fæðingarsenan í Alicante, sem var vígð í byrjun desember nú í ár, lætur hvern sem er líða snortinn. Jesúbarnið er meira en 3 metrar á hæð, María mey nær 10 metrum og Jósef er um 18.

Það sem ætlað var að vera tákn Jesúbarnsins, með orðum listamannsins og eins og fram kemur á heimasíðu Alicante borgarstjórnar, er “gleðileg og náin tjáning barna.”

Hjá meyjunni þýddi það, að miklu leyti, “tjáningar blíðu og viðurkenningar í garð barnaguðsins”.

Belén gigante de Alicante
Alicante – Risastór fæðingarmynd. | Mynd : Shutterstock

Einnig hefur verið bætt við myndum vitringanna þriggja: Melchior, sem er 11 metrar á hæð, Gaspar, sem er meira en 15 metrar á hæð, og Baltasar, sem nær 16 metrum. – Á göngu um Alicante getum við líka fundið sex engla af mikilli stærð, – verk eftir Javier Gómez Morollón og Lorenzo Santana.

Það verður alltaf glæsilegra með hverju árinu.

Í spænsku landafræðinni getur ferðamaðurinn fundið fjölmargar fæðingarsenur og staði sem eru þess virði að heimsækja ef þú ert jólaelskandi. Í Xàtiva í Valencia, án þess að fara lengra, muntu uppgötva hina svokölluðu „Monumental Nativity Scene of Xàtiva“, sem þekur yfir 1.600 fermetra svæði.

Gleðilega jólahátíð !

Heimild : https://espanafascinante.com/cultura-espanola/belen-figuras-grandes-mundo/

Þýtt, endursagt og staðfært :

Már Elíson
Öryggis- og þjónustufulltrúi
FHS, félags húseigenda á Spáni – fhs.is

Deila: