Félagsskirteini 2018

Við þökkum viðbrögð við greiðsluseðlum.  Þegar þetta er skrifað hafa 213 félagar nú greitt félagsgjald fyrir 2018.  Í vikunni kom í ljós við samlestur á gögnum að 90 félagar höfðu ekki fengið greiðsluseðil og hefur nú verið bætt úr því og greiðsluseðlar vonandi komnir í heimabanka hjá þessum félögum sem ekki fengu seðla í tíma.   Vegna þessara mistaka þá lokum við ekki aðgangi á þá sem fengu ekki greiðsluseðil, en við lokum á aðra sem hafa fengið seðil en hafa ekki greitt ennþá.

Það hefur dregist að prenta félagsskirteini vegna mikilla umsvifa í prentsmiðju en við stefnum á að senda þau fyrstu í póst núna á föstudag eða mánudag.   Sá háttur verður hafður á núna í fyrsta sinn að með hverri aðild verða send tvö skirteini og er þetta gert til að mæta óskum félaga um að báðir makar hafi sitt kort,  Skirteinin verða númeruð eins og áður en við hættum að láta prenta nöfn félagsmanns á kortið.

Deila: