Ferðaárið 2024

KÆRU FERÐAVINIR ER FERÐAST HAFA MEÐ OKKUR FÉLÖGUM, JÓNI HAUKI OG KRISTNI BLÖNDAL, ÞÁ ER ÞETTA FRÁBÆRA FERÐAÁR OKKAR SAMAN SENN Á ENDA!!

SEM VIÐ SVÍFUM Á SKÝUM SÆLUNNAR OG LJÚFRA MINNINGA FRÁ FERÐUM ÞESSA ÁRS, ER EKKI ÚR VEGI AÐ NJÓTA ÞESS AÐ STELAST Í AÐ LÍTA Á ÞAÐ SEM BÝÐUR OKKUR ÁFRAMHALDANDI UNAÐ OG UPPLIFUN Á KOMANDI ÁRI.

FERÐIR OKKAR Á NÆSTA ÁRI VERÐA Í BLAND LENGRI OG SKEMMRI, FRÁ DAGSFERÐUM TIL 15 DAGA FERÐA.

SEM FYRR ERU ALLIR VELKOMNIR JAFNT FÉLAGAR Í FHS SEM OG AÐRIR ER NJÓTA VILJA OKKAR EINSTÖKU FERÐA UNDIR, SEM FYRR, FRÆÐANDI OG LIFANDI HANDLEIÐSLU JÓNS HAUKS SIGURÐSSONAR OG KRISTINS V BLÖNDAL. 

YKKUR ÖLLUM TIL UNDIRBÚNINGS ERU HÉR AÐ NEÐAN FYRSTU UPPLÝSINGAR UM LENGRI OG SPENNANDI UPPLIFUNARFERÐIR NÆSTA ÁRS:

APRIL:  MAROKKÓ – BORGIR HINS MAROKKANSKA KEISARAVELDIS, 10 dagar/9 nætur – Rúta frá La Zenia mollinu Orihuela Costa til Malaga/Ferja til Tanger (45 min). Sama Rúta alla ferðina með Marokkönskum leiðasögumanni ásamt Kristni/Jóni Hauki. 

MAÍ:  SIGLING MEÐ COSTA FORTUNA FRÁ BARCELONA, 15 dagar/14 nætur – Siglt um austur miðjarða- og gríska Ejahafið. Stórkostleg upplifunarferð sem því miður er uppseld sem stendur. Öllum er frjálst að skrá sig á biðlista skildu breytingar verða.  Sendið email á kristinnb1@gmail.com.

MAÍ – SEPTEMBER:  DAGSFERÐIR – Mikið úrval nýrra spennandi dagsferða, 1–2 ferðir hvern mánuð. Einstaka ferðir sem verða auglýstar síðar er nær dregur.

SEPTEMBER:  NORÐUR SPÁNN! – LA RIOJA – NAVARRA, 9 dagar/8 nætur – Ógleymanleg ferð um ein fegurstu vín-, matar-, og söguhéruð Spánar.

OKTÓBER:  HIÐ HEILLANDI EXTREMADURA-HÉRAÐ, 7 dagar/6 nætur – Undurfagurt hérað vestur Spánar, við landamæri Portúgals. Einar elstu minjar hins Rómverska veldis í sögu Spánar.  Gist í bænum Merida við hlið hins Rómverska hringleikahúss. Heimsóttir verða bæir svo sem Caceres, Trujillo og Guadalupe.

Caceres, upprunalega Rómverskur bær en með stórkostlegar minjar frá tímum annarra þjóðflokka.  Gamli miðbærinn er í sterkum áhrifum frá Gotneskum og Renaissance stílum með steini lögðum þröngum götum í miðaldastíl.

Trujillo er verðlaunaður sem einn fegursti bær Spánar, sjón er sögu ríkari.

Guadalupe, heimsókn í hið fræga UNESCO friðaða klaustur – tileinkað “Our Lady Of Guadalupe”.  Í Guadalupe veittu Ferdinand II af Aragon og Isabella I af Castilla Christopher Columbus skip og allar nauðsynjar fyrir siglingu hans árið 1485.

DESEMBER:  MALAGA/MIJAS, AÐVENTUFERÐ, 4 dagar/3 nætur – Malaga er heimsfræg fyrir einstaka ljósadýrð, stemmingu og fegurð, frá lokum nóvember til fyrstu viku janúar að ógleymdri upplifun fegurðar borgarinnar, sögu og ekki hvað síst eldhúsi Malaga hvar veitingahús Antonio Banderas El Pimpi rís hvað hæst. Hús Antonio er einnig fæðingastaður Pablo Picasso, ber veitingahúsið þess sterk merki.

Hafið þið spurningar, hikið ekki við að hafa samband við Jón Hauk í síma +34-6884-43609 eða Kristinn í síma +354-787-8809.

Deila: