FHS segir upp samning við Goldcar

Stjórn FHS hefur sagt upp samningum við bílaleiguna Goldcar vegna erfiðleika á samskiptum, sem ekki hefur tekist að laga þrátt fyrir símtöl, tölvupóstsamskipti og heimsókn formanns og gjaldkera til bílaleigunnar í Torrevieja. Stjórn FHS vinnur að því að gera samstarfssamninga við aðrar bílaleigur um góð kjör fyrir félagsmenn FHS. Mikið úrval er af bílaleigum á góðu verði á netinu. Gæta þarf sérstaklega að tryggingum, þegar bill er leigður af bílaleigu. Logo og önnur tengsl við Goldcar verða fjarlægð af heima- og fésbókarsíðu FHS

Deila: