Framboð til stjórnar
Ágætu FHS félagar.
Á laugadag var síðasti dagur til að skila inn framboði til stjórnar FHS fyrir næsta starfsár. Eftirtaldir aðilar buðu sig fram og eru sjálfkjörnir í stjórn þar sem framboð voru ekki fleiri í þetta sinn. Við óskum öllum þessum aðilum velfarnaðar í störfum sínum fyrir FHS.
Formaður:
- Jón Hólm Stefánsson
Aðalstjórn
- Karl K.H.Guðmundsson
- Ólafur Rúnar Sigurðsson
- Ólafur Unnar Þ. Magnússon
- Steinunn Camilla Stones
Varastjórn
- Bjarni Jarlsson
- Víðir Aðalsteinsson
Hér neðar eru upplýsingar um formann og aðalstjórn FHS árið 2019-2020.
Formaður
Jón Hólm Stefánsson er fæddur 21.desember 1945. Jón hefur verið í FHS um árabil og fylgst vel með í gegnum árin. Hann hefur mikla reynslu af félags og stjórnunarstörfum og hefur verið formaður í þeim nokkrum. Frekari upplýsingar um Jón er að finna hér.
Aðalstjórn
Karl K.H. Guðmundsson er fæddur 21.Julí 1958. Hann hefur setið í varastjórn frá því í Júní 2017 og þekkir hann því vel til í FHS. Karl dvelur lengstum á Spáni og fylgist vel með því sem þar er að gerast. Hann hefur verið afar virkur á Facebook og sett gagnlegar upplýsingar þangað inn og heldur úti facebook síðum “íbúðir á Costa blanca Spáni, íslensk þjónusta á Spáni og síðast en ekki síst viðburðir á Spáni sem við notum m.a. á okkar heimasíðu.
Ólafur Rúnar Sigurðsson er fæddur 01.12.1969. Ólafur er búsettur á Akranesi og er að koma nýr inn í stjórn. Hann þekkir Torrevieja svæðið orðið nokkuð eftir reglulegar heimsóknir þangað s.l. 17 ár. Ólafur er með heimasíðu sem hann setti upp fyrir íbúina sem hann á og leigir út í Las Chismosas hverfinu sjá hér.
Ólafur Unnar Þ. Magnússon er fæddur 31.01.1956. Ólafur á íbúð í Los Altos sem hann fékk afhenta nýja fyrir um 2 árum síðan og hefur síðan þá verið mikið á svæðinu og tekið mikinn þátt í því sem þar er að gerast meðal íslendinga. Ólafur er rafvirki að mennt en rekur í dag ásamt konu sinni verslunina “Leikfangaland”.
Steinunn Þóra C. Stones Sigurðardóttir er fædd 13.Julí.1984 Steinunn er að fara inn í stjórn í þriðja sinn. Hún var ritari í stjórn 2017-2018 og varaformaður 2018-2019. Steinunn þekkir því vel til hjá félaginu okkar. Steinunn er í félagi kvenna í Atvinnulífinu og er heimasíðu þess félags hér hægt að skoða feril Steinunnar. Þess má að lokum geta að Steinunn er dóttir eins af stofnendum félagsins og fyrsta formannsins okkar Sigurðar Steinþórssonar.