Framboð til stjórnar FHS

Góðir félagar

Við auglýsum eftir framboðum til setu í stjórn FHS.

Aðalfundur FHS verður 10. febrúar og haldinn í Agóges salnum Lágmúla 4 108 Reykjavík og verður hann nánar auglýstur síðar.

Samkvæmt lögum félagsins kjósum við á aðalfundi um :

Formann fyrir næsta starfsár.

Tvo í aðalstjórn fyrir næstu tvö ár.

Tvo varamenn fyrir næsta starfsár.

Ómar Karlsson gjaldkeri stjórnar sem fékk kosningu í fyrra til tveggja ára gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa og Valgarð Reynhardsson gefur ekki kost á sér að nýju.

Hér með er því auglýst eftir frambjóðendum til stjórnar FHS.

Framboðsfrestur er til miðnættis þann 2.feb.2018 og skulu framboð bersast á netfangið umsjon@beta.turteldufur.is  Framboð verða síðar kynnt 03.feb.2018 hér á heimasíðu FHS

Sjá á heimasíðu félagsins lög félagsins.

Með bestu kveðjum

Stjórn FHS.

Deila: