Hræðilegur eldur á Bolnuevo-tjalstæðinu í Mazarron

Þúsund tjaldferðamenn, þar á meðal margir frá Skandinavíu, urðu vitni að hræðilegum eldi á Bolnuevo-tjaldstæðinu í Mazarron í Murcia-héraði s.l.miðvikudag, 14.febrúar s.l.

Gaskútar sprungu og logarnir náðu 25 metra í loft upp.

Sem betur fer komu slökkviliðsmenn og annar neyðarbúnaður fljótt á vettvang frá nærliggjandi bæjum, Mazzaron, Lorca og Alhama de Murcia.

Talið er að yfir 200 Skandinavar hafi verið á tjaldstæðinu þegar eldurinn kom upp, 150 þeirra munu vera sænskir.

Alls er pláss fyrir 800 vagna og bíla á hinu vinsæla tjaldsvæði í Mazarron.

Að minnsta kosti 30 hjólhýsi og húsbílar eyðilögðust af völdum eldsins. Mun fleiri hlutir eru skemmdir. Meðal annars bráðnuðu framrúður á nærstandandi húsbílunum einfaldlega af hitanum.

Spænskir ​​staðbundnir fjölmiðlar skrifa að eldsupptök séu ókunn en vangaveltur séu um hvort eldurinn hafi mögulega komið upp í tengslum við eldamennsku.

Á Spáni standa húsbílar og hjólhýsi mjög þétt saman. Með stuttri fjarlægð dreyfist eldur mjög hratt. Kunnáttumenn sem dagblaðið La Verdad hefur rætt við gagnrýna einmitt þetta atriði.

Þrír þurftu að leita til læknis vegna kvíðakasta en að öðru leyti er ekki vitað um meiðsl.

Hjólhýsasvæðið er í u.þ.b. 90 km fjarlægð frá Orihuela Costa.

Tekið úr “La Verdad” –

og fréttum frá Spáni SI-spanienidag.no

https://www.facebook.com/100050373230955/posts/748096083546159/

Kveðja,

Már Elíson

Öryggis -og þjónustufulltrúi

FHS, félagi húseigenda á Spáni – www.fhs.is

Deila: