Hræringar á flugmarkaði.

FHS félagar.

Í 2. grein laga FHS segir svo:

„Tilgangur félagsins er að vinna að sameiginlegum hagsmuna-og áhugamálum húseigenda á Spáni, efla samheldni þeirra, stuðla að sem hagstæðustu ferðum milli Íslands og Spánar og koma fram fyrir hönd félagsmanna í samningum.“

Samkvæmt framanrituðu er það tilgangur FHS ásamt öðru, að stuðla að sem hagstæðustum ferðum milli Íslands og Spánar. Í ljósi þessa hefur stjórn FHS haft áhyggjur af þeim hræringum, sem nú eiga sér stað með falli WOW, sem verður að teljast áfall í ferðaþjónustunni.

Norwegian hefur þjónað félagsmönnum FHS vel með reglubundnu flugi allt árið til Alicante. Þjónusta flugfélagsins hefur þótt góð og verð flugsæta verið hagstætt. Önnur flugfélög bjóða fargjöld einungis á aðalferðatíma. Stjórn FHS hefur af þeim sökum myndað náin tengsl við stjórnendur þessa norska flugfélags Norwegian. Til umræðu er aukning á framboði ferða flugfélagsins ásamt hagstæðum kjörum. Stjórn FHS metur það svo, að þessi samskipti muni skila jákvæðri niðurstöðu fyrir félagsmenn FHS. Þar af leiðir mun stjórn FHS gera hlut Norwegian áberandi á heimasíðu og Facebókarsíðu FHS.

Kveðja, stjórn FHS.

Deila: