Keisaraborgir Marokkó – Ferðalýsing

.22/04 – TORREVIEJA/ORIHUELA COSTA – ALGECIRAS – TANGER

.Brottför um kl. 2:00 frá Torrevieja/Orihuela Costa til Ferju-hafnarinnar í ALGECIRAS þar sem við um kl. 10:00 förum um borð í ferjuna til Tanger Med. Við komuna förum við inn í borgina og snæðum hádegisverð á fyrirfram ákveðnum veitingastað. Að honum loknum, skoðum við borgina undir leiðsögn Mohamed; 6th Avenue, Hercules Hellir, Capo Spartel, konungshöllin… Síðan verður haldið á hótelið í Tetouan þar sem kvöldverður og góð hvíld í eina nótt bíður okkar.

.23/04 – TETUAN – CHAUEN – FEZ

Tetuan
Chauen

Morgunverður og stutt útsýnisferð yfir Tetouan áður en lagt er af stað til Chauen þar sem við í fylgd með staðbundnum leiðsögumanni upplifum þessa dæmigerðu Andalúsíuborg með hvítum húsum máluðum í indigo tónum. Staðsett í vesturhluta Rif-fjallsins, 100 km frá Ceuta er Chauen einn af mest aðlaðandi ferðamannastöðum í norðurhluta Marokkó. Að lokinni heimsókn á Mekhzen torgið snæðum við hádegisverð á fyrirfram ákveðnum veitingastað. Síðdegis höldum við svo til konungsborgarinnar Fez þar sem hótelið með kvöldverð bíður okkar. Hér dveljum við í þrjár nætur.

.24/04 – FEZ – FRJÁLS DAGUR

Fez

.Morgunverður, hádegis- og kvöldverður á hótelinu.

.25/04– FEZ – Volubilis + Meknes – FEZ

.Morgunverður, dagurinn er tileinkaður skoðunarferð um borgina Fez, elstu menningarborg Marokkó sem stundum er kölluð konungsborgin. Við förum í miðalda medinahverfið en hér er m.a. mikilvægur Kóran-skóli sem kominn er á heimsminjaskrá UNESCO og háskóli frá 9. öld, sem talinn er vera sá elsti í heimi. Sjáum einnig hinn fræga Nejjarine-gosbrunn. Lífið í gamla bænum með óteljandi litlum verslunum er hrífandi og þar finnum við líka fjölmörg lítil, áhugaverð verkstæði þar sem handverksmenn vinna enn eftir forn-austurlenskum aðferðum. Hér er mögulega hægt að sjá trésmiði, málara, fatahönnuði og koparsmiði að ógleymdri leðurvinnslu.

Volubilis

Að þessu loknu höldum við af stað og skoðum fyrst minjar um hina fornu, rómversku borg Volubilis en þær fóru á heimsminjaskrá UNESCO árið 1997. Byggingar hennar eru frægar fyrir stórbrotin mósaíkgólf og hefur þetta svæði verið vandlega varðveitt. Héðan verður ekið til borgarinnar Meknes sem er oft kölluð Versalir Marokkó. Hér snæðum við hádegisverð á völdum veitingastað, skoðum síðan m.a. mikilfenglega virkisveggi og stærsta hlið Marokkó, Bab Mansour. Loks verður ekið á hótelið okkar í Fez þar sem bíður okkar ljúffengur kvöldverður og kærkomin hvíld..

Bab Mansour, Meknes

26/04– FEZ – ERFOUD.

Erfoud

Morgunverður, að honum loknum höldum við í átt að Merzouga eyðimörkinni, stutt stopp inn Midelt til snæða hádegisverð síðan haldið áfram til Erfoud þar sem við gistum eina nótt, kvöldverður og góð hvíld.

.27/04– ERFOUD – GARGANTES DEL TODRA – OUARZAZATE – MARRAKECH

.Morgunverður, Að honum loknum, höldum við til Ouarzazate með viðkomu í Tinhghir og gljúfrum Todra, hádegisverður á skipulögðum veitingastað, eftir hádegi verður haldið áfram til Uarzazate, síðan haldið áfram til Marrakech hvar bíður okkar hótel í fjórar nætur með ljúfum kvöldverðum og góðri hvíld.

Gargantes Del Todra

.28/04– MARRAKECH – FRÁLS DAGUR

Marrakech

.Morgunverður, Hádegisverður, kvöldverður á hótelinu.

.Hvergi í Marokkó eru eins mikil áhrif frá afrískri og austurlenskri menningu og í Marrakech. Þessi næst elsta keisaraborg landsins er litrík, heillandi og iðar af mannlífi. Um 100.000 pálmatré umlykja virkisveggi borgarinnar og setja fagran svip á umhverfið. Marrakech byggðist upp í eyðimörk, eins og sést á rauðleitum leirhúsunum, og var stofnuð á 11. öld. Merkasti listaarfur hennar er spænsk-máríski arkitektúrinn. Dagur í Marrakech er viðburðaríkur, mælum með Dar si Said safninu sem upprunalega var höll, enn fremur Koutoubia moskunni, eitt af meistaraverkum márísks arkitektúrs, og Bahia höllinni. Síðan að rölta um hlykkjóttar götur borgarinnar og líta við á Djemaâ El Fna markaðinum. Hann iðar af mannlífi, tónlistarmenn spila og slöngutemjarar og eldgleypar sýna listir sínar.

.29/04 – MARRAKECH – ESSAQUIRA – MARRAKECH

Essaquira

.Morgunverður, að honum loknum höldum við með leiðsögumanni í skoðunarferð um Marrakech. Nútímahlutinn: Marrakech Gueliz og Nouvelle Ville. Farið verður í Menara garðana, Koutubia moskuna sem byggð var af Almohadanna ættinni og grafhýsi Saadíuættarinnar (inngangur EKKI innifalinn), þar sem leifar þessarar Berberaættar er ríkti frá 1554 til 1664 er að finna, síðan farið aftur á hótelið í hádegisverð. Eftir hádegi verður haldið áfram með heimsókn í Medina, einstakt handverkshverfi með fjölda markaða. Marrakech Kölluð „rauða borgin“ vegna litar bygginga. Að lokum heimsækjum við Jemaa Lafna torgið. Síðan höldum við á hótelið þar sem kvöldverður bíður okkar. Um kvöldið bjóðum við ykkur á stórkostlega kvöldverðarsýningu á hinu þekkta CHEZ AL: Kvöldverður í einu af tjöldum þeirra með vatni og víni, dansar, hestasýningar, mismunandi tegundir af staðbundinni-tónlist. Aðgangur EURO 65/persónu ekki innifalinn.

.30/04 – MARRAKECH – FRJÁLS DAGUR!!

.Morgunverður, hádegisverður, kvöldverður á hótelinu.

.Nú er komið að því að slaka á eftir annasama daga og njóta þess að skoða Marrakech á eigin vegum. Það er gaman að rölta um borgina og einnig er hægt að slaka á og nýta sér aðstöðuna á hótelinu en þar er m.a. heilsulind og útisundlaug þar sem gott er að hvíla lúin bein..

.01/05 – MARRAKECH – CASABLANCA – RABAT

Casablanca

.Morgunverður, eftir yndislega daga verður nú ekið til Casablanca. Nafn borgarinnar kemur úr spænsku og þýðir „hvíta húsið“. Borgin er ein helsta viðskipta- og iðnaðarborg Marokkó og þar er stærsta höfn Norður-Afríku. Við skoðum okkur um í þessari glæsilegu borg en hér má meðal annars sjá Mohamed V torgið, sem skilur á milli gamla og nýja hluta borgarinnar, og Hassan II moskuna sem er ein af stærstu moskum í heimi en þar geta 105.000 manns komið saman. Hádegisverður á skipulögðum veitingastað. Að honum loknum höldum við til

.Höfuðborgar Marokkó – RABAT.

Rabat

.Höfuðborgin Rabat er hrífandi borg og við förum í skoðunarferð um borgina en við elsta hluta hennar eru ævintýralegir virkisveggir. Við sjáum m.a. konungshöllina að utan, Kasbah of the Udayas virkið og hálfbyggðan Hassan turninn. Einnig förum við að Mohamed V Mausoleum minnismerkinu þar sem finna má grafhýsi marokkóskra konunga en hönnun minnismerkisins er gott dæmi um hefðbundna marokkóska list. Að skoðunarferð lokinni höldum á hótelið hvar bíður okkar ljúffengur kvöldverður og góð hvíld 1nótt fyrir heimferðina..

.02/05 – RABAT – TANGER MED – TORREVIEJA/ORIHUELA COSTA

Tanger

.Morgunverður, að honum loknum höldum við til hafnarinnar í Tanger Med, – ferjan til Algeciras og ekið sem leið liggur heim. Hádegisverður á fyrirfram völdu veitingahúsi við komu til Algeciras.

Deila: