Kjörræðismaður Íslands á Orihuela Costa hefur látið af störfum
Kjörræðismaður Íslands á Orihuela Costa hefur látið af störfum og hefur kjörræðisskrifstofu Íslands á staðnum verið lokað af þessum sökum.
Utanríkisráðuneytið vinnur að skjótri lausn mála, enda margir íslenskir ríkisborgarar búsettir á svæðinu. Athygli er vakin á því að starfsmaður utanríkisráðuneytisins verður að störfum á svæðinu meðan unnið er að breytingum á fyrirsvari ræðismála. Aðstaða til utankjörfundaratkvæðagreiðslu verður tryggð og auglýst sérstaklega þegar nær dregur, en hún hefst þann 7. nóvember nk.
Skipulagsbreytingar á ræðismálum á Costa Blanca svæðinu hafa verið í undirbúningi samhliða fyrirhugaðri opnun sendiráðs Íslands í Madríd á næsta ári, með fyrirvara um samþykki fjárlaga.
Þangað til bendum við hlutaðeigandi á borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-0112 og/eða netfangið hj***@ut*.is.
Tilkynningin á Facebook: