Lirfutímabil – varúð.

Upprifjun á grein Sveins Arnar Nikulássonar sem hann ritaði í mars 2014.

„Nú er sá tími sem reikna má með heimsóknum fiðrildalirfa (caterpillars). Þetta eru með skeinuhættustu kvikindum sem finna má á svæðinu. Er þó nokkuð um þær þar sem eitthvað er af trjám. Þegar hlýnar í veðri, á bilinu frá miðjun janúar og fram í apríl, fara lirfurnar í halarófum af trjásvæðunum yfir götur og stéttir. Það sem gerir þær skaðlegar eru hin fíngerðu hár sem þekja þær, en þessi hár eru eitruð og geta valdið hastarlegum ofnæmisviðbrögðum við snertingu.  Einnig geta hárin borist með vindi og valdið verulegum óþægindum í öndunarvegi. Ráðlegt er að leita læknis ef fólk verður fyrir óþægindum af völdum þessara kvikinda og geta afleiðingarnar varað í allt að þrjár vikur. Verði fólk vart við þessar halarófur helst til nálægt híbýlum sínum, skal umfram allt varast alla snertingu. Er ráðlegt að skvetta vel af spritti eða kveikjaralegi yfir þær og bera eld að (þ.e. í þeim tilvikum þar sem þær eru ekki komnar í eldfimt umhverfi). Hefur líka verið bent á að hella yfir þær sjóðandi vatni, en ekki er víst að það sé jafn áhrifaríkt“.

Þessi aðvörun var líka sem upprifjun á Facebook síðu alicante.is, lesa má grein um sama efni í Spania Avisen hér.

Deila: