Tilkynning vegna Heimasíðu

Eins og áður hefur verið sagt frá þá hefur síðan okkar verið þung í notkun.  Það hefur verið unnið í málinu síðustu daga.  Í gær var síðan færð yfir á annan hýsingaraðila er nú vistuð hjá Sensa sem er dótturfélag Símans.  Við þessa breytingu eina er hraðinn strax orðin meiri.

Meira þarf þó til og hefst vinna við aðrar nauðsýnlegar breytingar síðar í dag og er verklok áætlað á Laugardag eða Sunnudag.

Á meðan á þessu stendur munum við ekki setja inn efni á síðuna.

Í gær þegar síðan var færð yfir á nýjan hýsingaraðila mögulegt að fyrirspurnir hafi komið til okkar á meðan en ekki komist til skila.  Við biðjum því þá sem sendu fyrirspurn í gær, eða reyndu að skrá sig í félagið um að senda erindið til okkar aftur en þó ekki fyrr en á Mánudag.

Að hressa uppá síðuna var fyrra verkefnið í heimasíðumálum. Það síðara er “ný heimasíða” og er vinna við hana hafin og segjum við gangi mála síðar.

Það er rétt að geta þess hér að sá sem leiðir þessa vinnu heitir Þröstur Kristófersson og er félagsmaður i FHS.  Við stjórnarmenn fundum strax að í samvinnu við Þröst erum við í öruggum höndum.   Í þessu sambandi viljum við líka geta um annan félagsmann og fyrrum stjórnarmann FHS Sigurjóns Sindrasonar en til hans höfum við leitað oft áður og nú eins og áður hefur hann verið boðin og búin til að aðstoða okkur.  Það er virkilega gott að hafa svona menn í okkar röðum og þökkum við þeim báðum kærlega fyrir alla aðstoð.

Deila: