Met í endurvinnslu á gleri á Spáni!

Í “Spænska smáfréttahorninu” fáum við ýmsar smáfréttir sem varðar okkur öll sem eru hér á Spáni.

Met í endurvinnslu á gleri á Spáni!

Spánn setur nýtt met í söfnun og endurvinnslu glers árið 2022. Hver spánverji endurvann 19,8 kíló að meðaltali á síðasta ári.

Alls söfnuðust 934.094 tonn af gleri í grænu glerílátunum sem eru nú á víðavangi um allan Spán, segir “Ecovidrio”, sem sér um söfnun og meðhöndlun allra glerumbúða.

Með 19,8 kíló af gleri á hvern íbúa fyllir hver Spánverji 68 gáma á hverju ári.

San Sebastian er sú borg á Spáni þar sem fólk er best í að safna gleri.

Baskneska borgin státar af 38,6 kílóum á hvern íbúa.

Pamplona og Bilbao koma næst með 36,6 kíló og 26,11 kíló af safnað gleri á hvern íbúa.

Með því að safna og endurvinna svo mikið magn af gleri sparaðist 723.351 MWst af orku. – Sem jafngildir tveggja mánaða neyslu á öllum sjúkrahúsum landsins. Auk þess sparaðist 587.431 dós af CO2.

Í ár eru 25 ár síðan Spánn hóf glersöfnun. Á þessum árum hafa bæði heimilin og ekki síst veitingabransinn verið afkastameiri í að sjá um og hirða gler, en Spánn hefur samt ekki enn komið með skilagjald fyrir glerflöskur, plastflöskur og dósir.

Eitthvað annað en Ísland og t.d. Noregur…

Upprunafrétt í SI-spaniaidag.no ;

Jon Henriksen

Deila: