Nýr þjónustufulltrúi

FHS hefur gert samkomulag við Ásgerði Ágústu Andreasen um að gegna starfi þjónustufulltrúa FHS og er samið til 1. maí 2018 með möguleika á framlengingu.   Ásgerður hefur allt sem til þarf til að verða góður FHS fulltrúi og væntum við góða af samstarfi við hana.  En þess má geta að Ásgerður er nú þegar komin með Öryggis & þjónustusíman okkar.
Við munum kynna samkomulag við Ásgerði Ásgerði nánar á aðlfundi okkar þann 10. febrúar 2018 og í framhaldi af því setjum við það inn hér á síðuna sem og gefum upp hvaða einstaklingar á Spáni verða Ásgerði til aðstoðar ef á þarf að halda.
Hér koma upplýsingar um Ásgerði Ágústu, menntun og fyrri störf.

Ásgerður Ágústa Andreasen  f.d.12.06.1958

 • Menntun: Klæðskeri  Iðnskóli Íslands,
 • Einkaþjálfari skóli Jóninu Benediktsdóttur
 • Stunda núna nám í málaralist hjá Maríu Fernandez Bravo Myndlistakennara.
 • Námskeið í samskiptum hjá  Guðfinnu Eydal og Álfheiði Ingadóttur sálfræðingum.
 • Málaskóli Mímir, tungumál Spænska, Konigen tungumálaskóli Torrevieja
Fyrri störf.
 • Skrifstofustörf:  Aðalskrifstofur Öryrkjabandalag Íslands 4 ár
 • Bæjarskrifstofur Grindavík. 5 ár
 • Skrifstofustörf Varnarlidid á Keflavíkurflugvelli 3 ár
Önnur störf:
 • Klæðkerasaumur ,sjálfstætt starfandi og einnig við bíómyndir
 • Sundlaugavörður Sundlaugar Grindavík.
 • Apótek Lyfja lágmúla.
 • Verslunar eigandi á Íslandi med hönnunar vörur .
Tungumálakunnátta :
 • Íslenska, Enska, Spænska og Nordurlandamál “hægt ad bjarga sér”

Annað:

 • Verið búsett á Spáni s.l. 15-16 ár með fasta búsetu.
 • Á Spáni verið með umsjón með húseignum Íslendinga, verið í flugvallarakstri sem almennum akstur með farþega og séð um þrif.
 • Hún aðstoðar íslendinga við alla almenna aðstoð, NIE númer, padron , residencia, SIP sjúkrakort, lögregluskýrslutöku, almenna túlkun þ.e.  Spænsku/Íslensku o.s.frv.
Deila: