Orihuela – Söguleg og ekta spænsk borg

Borgin Orihuela er vel staðsett í skjóli við rætur Sierra de Orihuela-fjallanna í Alicante-héraði, þar sem gnægð er af söfnum; sögulegum og trúarlegum byggingum til að heimsækja – Yfirdrifið nóg til að seðja lyst jafnt sögu- og listunnenda. Glæsilegur gamall prestaskóli situr ofan á hæðinni með útsýni yfir borgina.

Þessi miðaldaborg, sem byggir rétt um 35.000 manns, tilheyrði áður Murcia-héraði og er ekki langt frá vinsælum strandstöðinum í Torrevieja og Orihuela Costa (33 km).

Reyndar er sagt að fólkinu hér finnst þau vera nær því héraði (Murcia) menningarlega, matargerðarlega og einnig með tilliti til tungumálsins.

Þeir sem vilja slaka á í stórbrotnum miðbænum, með andrúmsloft dásamlegs sjarma og spænsks eðlis, ættu fyrst að rölta meðfram Segura ánni, sem rennur í gegnum borgina. Þar er tækifæri til að taka myndir af fínum brúm og byggingum meðfram ánni.

Eftir það, gefðu þér tíma til að uppgötva staðbundnu veitingastaðina sem bjóða upp á „matseðil dagsins“, eða prófaðu eitthvað af “tapas” sem er í boði á ýmsum börum. Heillandi torgið, þar sem þú munt finna fólk á öllum aldri í afslöppun, er tilvalinn staður til að fá sér kaffisopa og drekka í sig andrúmsloft byggingarlistar og umhverfisins.

Dýrð Segura-fljótsins

Áin Segura gefur Orihuela einstakt andrúmsloft þegar hún sker sig í gegnum borgina.

Áin byrjar í héraðinu Jaen í Andalúsíu og liggur í gegnum fjölmarga bæi eins og Blanca, Murcia, Orihuela og Rojales og endar ferðina við Miðjarðarhafið nálægt Guardamar del Segura á Costa Blanca ströndinni. Göngustígar eru beggja vegna árinnar, sem teygja sig frá einum enda borgarinnar til annars enda, – sem er nánast fullkominn göngutúr í sögulegu umhverfi svo einstakrar borgar.

Puerta Crevillente borgarhlið Orihuela

Crevillente hliðið er staðsett í vesturenda borgarinnar og býður gesti velkomna sem búa sig undir að skoða sögulegan miðbæinn. Það eru hliðið og minnisvarðinn í Orihuela sem héldust að mestu ósnortinn eftir hrun á restinni af múrum borgarinnar.

Skjöldur borgarinnar sést vel á framhliðinni og mynd af San Miguel (Saint Micheal) verndara borgarinnar.

Miguel Hernandez safnið

Eitt merkasta og þekktasta skáld Spánverja, Miguel Hernandez, (1910-1942), fæddist í Orihuela og er safnið, á yfirlætislausu fjölskylduheimili hans, sem hefur verið helgað lífi hans og starfi og sett upp honum til heiðurs. Húsið hefur verið vel varðveitt og að innan má sjá nokkrar af þeim myndum, húsgögnum og persónulegum munum sem umluktu líf þessa miklu bókmenntapersónu.

Þú getur rétt ímyndað þér hvernig skáldið var innblásið af friði í múrveggjuðum garði sínum og umhverfi. Þú færð líka tilfinningu fyrir erfiðu heimilislífinu sem fjölskyldan hans hafði átt. Fæddur inn í fátækan landbúnað, þá hafði einmanalegt líf sem hann lifði mikil áhrif á hann, og það, ásamt ást hans á náttúrunni, endurspeglaðist í ljóðum hans. Hernandez var handtekinn nokkrum sinnum í borgarastyrjöldinni fyrir andfasískar skoðanir sínar og lést hann úr berklum eftir 3 ár af 30 ára fangelsisdóm.

Frægasta ljóð hans „Onion Lullaby“ skrifaði hann sem svar við bréfi eiginkonu hans, þar sem hún skrifaði um fjölskyldu þeirra sem lifði á brauði og lauk.

Miguel Hernandez safnið er opið þriðjudaga til laugardaga: 10:00 til 14:00 og 16:00 til 19:00. Sunnudaga, hátíðardaga og almenna frídaga: 10:00 til 14:00.

Salvador og Santa Maria dómkirkjan

Hin stórbrotna Orihuela dómkirkja, er byggð á leifum gamallar márískrar mosku. Hún byggðist upp sem kirkja á 14. öld og varð dómkirkja á 16. öld. Þar er nú menningar-minjasvæði, innbyggt í gotneskum stíl.

Þó að hún sé ein af minnstu dómkirkjum Spánar, er látlaust ytra byrðið töfrandi sem og að innan, og er vel þess virði að heimsækja hana. Þá hefur hún glæsilegan bjölluturn og barokkorgel frá 18. öld.

Stór og dökk endurreisnar- valensísk málverk prýða flesta veggi hennar. Eitt merkasta verkið er „Freisting heilags Tómasar frá Aquino“ eftir Velazquez. Þá eru einnig miðaldaverk og þar á meðal „The Enthroned Virgin“ sem nær aftur til 13. aldar, ásamt textílhlutum, handritum og snemm-prentuðum bókum eins og „The Nuremberg Chronicle“ (1493). Salvador og Santa Maria dómkirkjan eru opnar almenningi daglega.

Sóknarkirkjan Santa Justa og Rufina

Er einnig reist á stað fyrrum mosku, til heiðurs verndardýrlingum borgarinnar, Justa og Rufina.

Tekið af facebook síðu Spánarhúss fasteignamiðlunar.
Deila: