Öryggis & þjónustufulltrúi

Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að FHS er nú með tvo öryggis & þjónustufulltrúa á sýnum vegum á Spáni og er það í samræmi við stefnu stjórnar um að vera með öflugt öryggisnet fyrir félagsmenn.

Í hóp okkar er nú komin Jóhanna Soffía Símonardóttir og er hún með búsetu í La Marína.  Símanúmerið hjá Jóhönnu er 0034-692681622 og er það númer á forsíðunni hjá okkur.

Jóhanna er búin að vera búsett á Spáni frá 2009.  hún talar bæði spænsku og ensku.  Hún hefur verið að vinna á fasteignasölu á Spáni og aðstoðað viðskiptavini með eitt og annað sem snýr að fasteignaviðskiptum sem og flutningum til Spánar.

Hitt símanúmerið okkar 0034-619612313 er Ásgerður Ágústa með sem mörg ykkar þekkja hana en hún var kynnt hér á síðunni í Janúar sjá hér.

Ráðgjöf í gegnum síma er frítt en öryggis & þjónustufulltrúar okkar rukka félagsmenn EUR 25 fyrir útkall og eru 2 tímar innifaldir og EUR 10 á tíman eftir það.

Deila: