Síðasta helgin með háum sumarhita á Costa Blanca ströndinni.

Ágætu FHS félagar og aðrir íslendingar á Costa Blanca ströndinni
SPÆNSKA SMÁFRÉTTAHORNIÐ færir ykkur enn og aftur nytsamar upplýsingar um lífið og tilveruna hér á Spáni
Jæja…þá er það síðasta helgin með háum sumarhita og haustið segir til sín.
Þú verður bara að njóta þessarar helgar á ströndinni, eða við sundlaugina, því allt bendir til þess að það verði síðasta helgin með háum sumarhita árið 2023.
– Töluverðar breytingar verða á veðri í lok næstu viku, skrifar “Eltiempo.es” á heimasíðu sína. Veðurfræðistofan, AEMET staðfestir það sama.
Nú þegar fram á miðvikudag verður lægra hitastig á Spáni á nokkrum stöðum, en það er sérstaklega frá og með föstudeginum þar sem háhitinn heyrir sögunni til.
Það eru Atlantshafsáhrif sem koma inn og til landsins sem leiðir til þessara veðurbreytinga.
Búast má við þokubökkum, einkum á morgnana, meðal annars á Miðjarðarhafssvæðum. Það geta einnig verið dreifðar skúrir alla vikuna. Í Malaga á suður ströndinni eru líkurnar á einhverri úrkomu mestar.
Mánudagur er almennur frídagur á Spáni eins og við vitum og strax þegar á föstudagseftirmiðdegi verður mikil umferð við fjölmennar strendur. Það verður að öllum líkindum auka „pressa“ á ströndum alla helgina í ljósi hlýinda og góða veðursins sem er óvenjulegt miðað við venjulegan október.
Myndir með fréttinni eru frá aðalströnd Moraira – “Playa de l`Ampolia” og haustinu á Spáni.
Frétt tekin af SI-spaniaidag
Eftir Jon Henriksen
Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS, félags húseigenda á Spáni – fhs.is
Deila: