Spænska umferðarstofan gerist rafræn.

DGT, spænska umferðarstofan, hefur gert breytingar á reglugerðum sínum varðandi sektir. Þetta þýðir að þú þarft t.d. ekki að borga sekt ef þú ert EKKI með ökuskírteinið þitt meðferðis.

Við erum að tala um raunverulega ökuskírteini þitt.

10 evru sekt hefur verið algilt gjald ef þú hefur ekki getað sýnt ökuskírteinið þitt, – en nú er því hér með lokið.

Það eru framfarir tækninnar sem eru ástæðan fyrir því að þessi breyting er komin. En þetta þýðir að þú verður að geta í staðinn framvísað ökuskírteininu þínu STAFRÆNT.

Í bæði Google Pay og App Store hefur DGT gert okkur ökumönnum nú kleift að fá aðgang að „MiDGT“ forritinu.

Þú getur líka haft samband við DGT og þeir munu senda þér SMS kóða til að fá aðgang að „Appinu“.

Einnig hafa orðið breytingar á umferðarlögum. : Til dæmis ef þú ætlar að fara fram hjá hjólreiðamanni má hraðinn ekki fara yfir 20 kílómetra á klukkustund.

Uppl. fengnar frá : Spanienidag/Norway, Már Elíson, Öryggis-og þjónustufulltrúi, FHS, félags húseigenda á Spáni þýddi.

P.S. Tekið skal fram að ekki er vitað hvort íslenskt rafrænt skírteini gildi, ekki er hægt að nálgast MiDGT appið í íslenskan síma, þetta verður vert að skoða fyrir ferðalanga frá Íslandi.

Stjórn FHS

Deila: