Spænskir bankar taldir traustir og öruggir.

Við hjá FHS rennum í gegnum það helsta í smáfréttum þjóðlífsins hér á Spáni….

Ekki óttast um sparnað þinn eða innieignir á Spáni !

Peningarnir sem þú átt í spænskum bönkum eru öruggir. Lítil sem engin hætta er á að spænskir ​​bankar verði gjaldþrota.

– Við erum með traustustu banka í allri Evrópu og kannski þá bestu í öllum heiminum, svo það er auðvelt að slaka á, – segir Alejandra Kindelàn, – sem er forseti spænsku bankasamtakanna.

Það er gjaldþrot Silicon Valley banka í Bandaríkjunum og vandamálin hjá bankanum Credit Suisse sem hafa skapað efnahagslega ólgu í fjármálaheiminum. –
Með hækkandi vöxtum og krefjandi verðbólguspíral eru margir viðskiptavinir bankanna að verða kvíðin.

Spænskir bankar eru með hátt og mjög gott lausafjárhlutfall. Bankarnir eru í 184 prósentum á meðan meðaltalið í Evrópu er til dæmis 165 prósent. Í Bandaríkjunum er meðaltalið komið niður í 118 prósent.

Umframlausafjármagn í spænskum bönkum er lýst sem “steinsteyptri”, þar sem í meginatriðum er um reiðufé að ræða.
Samsetning eignanna er vönduð og örugg.

Heimild : SÍ-spaniaidag.no
<Jon Henriksen>

Kveðja, Már Elíson
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS, félags húseigenda á Spáni – www.fhs.is

Deila: