Stærsta saltlón Evrópu – MAR MENOR

Ágætu FHS félagar og aðrir velunnendur félagsins.

Nú fer spænska hornið með ykkur suður með sjó, til La Manga / Mar Menor, og við flettum þar upp fróðleik um þennan stærsta innsjó Evrópu.

Í hjarta Miðjarðarhafsins blasir við breitt lón/innsjór í hálfhringsformi, eins og sjór innan sjávar eða innan lands, því hér getur útlitið verið blekkjandi. Hvorki meira né minna en 135 km² af söltu vatni, sem er ekki almennilega hluti af sjó, en ekki hluti af landi heldur. Rými milli tveggja heima sem hefur verið einn af gimsteinum ferðamanna spænsku hvítu strandarinnar í áratugi.

Þetta er Mar Menor, eitt af fræðilegu undrum Evrópu, og það stærsta sinnar tegundar. Í raun og veru er það lón/innsjór, þar sem það er ekki algjörlega einangrað frá sjó eins og strandlón væri, heldur er það tengt því í gegnum sund sem kallast golas. Hvað sem því líður, þá er þetta ekta garður sem hefur alltaf veitt fjölda tegunda sjavardýra skjól og hefur heillað nokkrar kynslóðir gesta með ströndum sínum og landslagi. Banco de Tabal ströndin í San Javier, ein af að minnsta kosti fimm á La Manga, hlaut bláan fána fyrir árið 2024..

La Manga við Mar Menor. | Shutterstock

Þessi 22ja kílómetra landræma, La Manga del Mar Menor, skilur þetta einstaka vistkerfi frá restinni af sjónum. Strönd þess þekur nánast óendanlega víðáttu af grunnum ströndum, með vatni sem þar til nýlega, hafði frábært gegnsæi. Vötn, sem á undanförnum árum hafa sýnt fram á tjónið af völdum stjórnlausrar nýtingar á fjársjóðum þeirra, með verulega fyrirsjáanlegum þáttum sem gáfu mikla viðvörun þrátt fyrir þá fjölmörgu vernd sem Mar Menor hefur, vegna dýraauðs síns og viðkvæmu jafnvægi náttúrunnar sem þessi undraverði staður byggir á.

Sólarupprás við Mar Menor. | Shutterstock

Saltsléttur, sandstrendur, opin svæði og jafnvel eldfjallaeyjar eru hluti af hinni tilkomumiklu heillandi hlutum sem þetta töfrandi horn Miðjarðarhafsins hefur, varanlegt eða tímabundið heimili fyrir mikið úrval af tegundum sjávardýra, sumar eins litríkar og bleiki flamingóinn. Vistkerfið sem slíkt er dæmigert fyrir strandlón, með silki eða sandbotni sem er lykilatriði fyrir fjölda smávera eins og sjóhesta eða fisk sem er landlægur í Levantine svæðinu, el fartet..

Áhugaverð náttúrusvæði eru allt frá ströndum eins og La Hita, með litlu votlendi, til gamla eldfjallsins Monte Carmolí. Gróðurinn prýðir þessi horn með möttli sem verður að miklu sjónarspili á vorin og inniheldur forvitnilegan „palmetto“ eða fjölda ilmandi jurta..

Mar Menor. | Shutterstock

Frá La Manga, sem byrjar í Cartagena, til El Mojón, á landamærum Alicante, eru 13 íbúamiðstöðvar sem fylgja hver annarri í kringum lónið. Gistingaframboðið er breitt og fjölbreytt en mestur styrkur er í La Manga. Þó sólar- og strandferðamennska sé konungurinn er hægt að nálgast dvöl í Mar Menor á eins marga vegu og þú getur hugsað þér. Til dæmis er vatnsíþróttaframboð framúrskarandi og siglingar, flugdrekar, kanósiglingar eða köfun eru öflugt aðdráttarafl til að njóta þessa forréttindaumhverfis.

Hins vegar, hver sá sem nálgast Mar Menor í leit að ró, hefur einnig frábært úrval möguleika.

Fyrir utan fegurð stranda eins og Cala del Pino, Villananitos eða Las Salinas, þá eru á svæðinu hverir, heilsulindir og thalassotherapy, til að nýta sér græðandi eiginleika seltu vatnsins og leðju. Eftirminnilegt og fallegt sólsetrið þjónar sem framúrskarandi hápunktur, en ekki áður en þú hefur prófað frábæra staðbundna matargerð strandarinn við inn-sjóinn, sem býður upp á dýrindis fisk og sjávarfang, en einnig Murcian klassík eins og zarangollo eða caldero.

Eyjan Grosa. | Shutterstock

Að komast inn í kjarna þessa landsvæðis, þá er hægt að gera það frá á landi eða sjó, en það er skynsamlegt að greina þetta tvennt hér. Á ströndinni eru nokkrir punktar sem gera þér kleift að kafa dýpra í þekkinguna á Mar Menor, – byrja t.d. á söfnum þess. Allt frá flugsafninu, í því sem var fyrsta spænska sjóflugvélastöðin, til staðbundinna safna í San Javier og San Pedro del Pinatar, þar sem við getum fundið allt frá steingervingum til gamalla leikfanga, – Þau skrásetja öll fortíð svæðisins..

Hin leiðin til að komast nær sál þessa staðar er án efa sigling. – Til að gera það eru nokkrir möguleikar, þar á meðal að heimsækja hina friðsælu Grosa-eyju með bát eða fylgja þeim sem þekkja Mar Menor best, – þ.e. sjómenn hennar..

Á meginlandinu er líka gott úrval af leiðum til að skoða; gönguferðir, hjólreiðar eða hestaferðir, með möguleika á að komast nálægt vitunum tveimur eða hinum þekkta Cabo de Palos. Án þess að þurfa að fara mjög langt, geturðu líka heimsótt undur eins og garða sjávarmúrsins í höfuðborg Murcia eða hina tilkomumiklu rómversku arfleifð Cartagena-borgar..

Höfundur greinar: Fran Agudo
Myndir: Shutterstock
Upphafsgrein á https://espanafascinante.com/lugares/laguna-salada-mas-grande-europa.

Þýtt, staðfært og endursagt:
Már Elíson, öryggis- og þjónustufulltrúi FHS,
Félags húseigenda á Spáni – fhs.is

Deila: