Þjófnaður úr bílum “ný tækni”
Ég vil deila frétt sem ég fann á spanavisen, á síðuna okkar enda er um öryggismál að ræða en það eru mál sem við í félagi FHS leggjum okkur fram um að benda okkar félögum á og erum að vinna í.
Í stuttu máli er komin ný tækni sem þjófar eru farnir að nota til að stela verðmætum úr bílum. Þetta er tæki / hugbúnaður sem les koða sem hefur áhrif á aðgerð ökumanns þegar hann telur sig læsa bíl með fjarstýringu. Þegar ökumaður telur að bíll sé læstur þá er hann það ekki þegar þjófur stendur í fjarlægð og notar þessa tækni á sama tíma. Síðan þegar bíll er yfirgefin þá er leið þjófsins greið fyrir hann að fara inn í bílinn og gramsa að vild.
Þetta unga fólk sem sagt er frá í þessari grein Spanavisen fór til lögreglunnar sem þekkti til svona mála. Vörn gegn þessu er að vera viss um að bíllinn sé læstur með því að taka í hurðahún eða læsa bara uppá gamla mátan, handvirkt ef það er hægt. Þá skal ítrekuð sú góða regla að geyma ekki verðmæti í bílum og alls ekki hafa þau sýnileg í bílnum.
Hlekkur á Þessa grein er á síðunni öryggisnetið sem er læst síða fyrir félagsmenn eingöngu.