Þjónustu- og öryggisfulltrúi FHS.

Það er stjórn FHS mikill heiður að kynna Má Elíson til starfa sem þjónustu og öryggisfulltrúa FHS á Costa Blanca svæðinu. Um leið þökkum Við Ásgerði fyrir hennar góðu störf fyrir FHS síðastliðin ár.

 

Með því að fá Má til FHS erum við að fá reynslu bolta sem er öllum hnútum kunnugur á Spáni og teljum við að gríðarlegurstyrkur fyrir félaga FHS að hafa fengið hann til liðs við okkur. Már hefur þegar tekið  við neyðarsíma FHS sem er (0034)619 612 313

 

Þjónustu og öryggisfulltrúi mun sinna útköllum félagsmanna FHS sem og annara samkvæmt gjaldskrá þar sem félagsmenn njóta verulegs afsláttar gegn framvísun félagsskírteinis.

 

Verðskrá verður birt bráðlega á lokuðu svæði inná heimasíðu FHS þar sem innskráðir félagsmenn geta séð nánari gjaldskrá.

 

 

Deila: