Tillaga að endurskoðun laga FHS

Endurskoðun laga FHS.

Eitt af verkefnum stjórnar FHS á starfsárinu 2018-2019 var að yfirfara lög félagsins þar sem það þótti orðið nauðsynlegt að endurskoða gildandi lög um lögmæti aðalfundar. Í núverandi lögum er kveðið á um að aðalfundur sé lögmætur sé til hans boðað á lögmætan hátt og hann sæki 10% félagsmanna eða umboðsmenn þeirra. Taldi stjórnin að það væri nægjanlegt að telja aðalfundinn lögmætan sé löglega til hans boðað. Það að það þurfi einnig 10% félagsmanna að sækja fundinn þykir of íþyngjandi þar sem ef það ákvæði er ekki uppfyllt þyrfti að afboða fundinn og boða hann upp á nýtt. Það hefði í för með sér óþægindi fyrir félagsmenn sem og aukið fjármagn og vinnu fyrir stjórn félagsins.

Þegar farið var í þessa endurskoðun var ákveðið að nýta tækifærið og yfirfara öll lögin með það að markmiði að uppfæra þau og gera skýrari.

Eftirfarandi lagabreytingar eru afrakstur þessarar vinnu og eru nú lagðar fyrir aðalfund félagsins þannig að félagsmenn geti tekið afstöðu til þeirra.

Sjá nánar Aðalfundur FHS 16.feb. tillaga að lagabreytingum.

Deila: