|

Tívolí ekki starfrækt í Torrevieja í vetur.

Ástæðan er tilskipun héraðsstjórnar Valencia héraðs, um skemmtigarða og farandtívolí frá 2015.

Tívolí og skemmtigarðar lúta reglum um öryggi, rýmingaráætlun og þjónustu, sem er mjög ólík starfsemi tívolísins í Torrevieja.

Tívolí byggð á hreyfanlegum búnaði, svo sem vögnum og faratækjum teljast farandtívolí, þau mega ekki stoppa á hverjum stað nema 4 til 6 mánuði í senn á hverjum stað.

Borgarráð hefur beðið eftir svörum héraðastjórnar, um mögulega svæðis löggjöf fyrir sveitafélög, með rýmri ákvæðum án árangurs.

Borgarstjórn harmar stöðuna sem upp er kominn, þar sem tívolíið hefur verið aðal aðdráttarafl fyrir borgarbúa, nágranna og ferðamanna, að hafnarsvæðinu í Torrevieja.

Engin í borgarstjórn er tilbúinn að brjóta lög.

Sjá umfjöllun Spania avisen.

Deila: