Verslað með ólöglegan varning
Hér í þessu smáfréttahorni leitumst við hjá FHS að setja inn sitthvað sem er ofarlega á baugi í fréttum í hinu spænska umhverfi okkar.
Lagt hefur verið hald á verðmæti fyrir tíu milljónir evra.
Lögreglan á Spáni hefur fundið löglega verslun í Murcia með ólöglegan varning. – Verslunin þjónaði sem nokkurs konar skjól fyrir peningaþvætti og fyrir innflutning ólöglegs varnings. Lagt hefur verið hald á vörur að verðmæti að minnsta kosti tíu milljóna evra.
Í versluninni voru stæður og nokkrar hæðir af “sjóræningja’merkjafatnaði”. Guardia Civil og lögreglan á staðnum í Crevillente báru allan þunga af aðgerðunum og handtökunum, sem voru umtalsverðar..
Lögreglan komst yfir netið, sem stóð á bak við þennan innflutning af ólöglegum fötum og skóm, þegar margar slíkar vörur fóru að berast til Elche og Crevillente. – Það var fyrst og fremst íþróttafatnaður og fótboltabúningur sem verslað var með.
Verslunin, sem því var skjól fyrir ólöglegu viðskiptin, var staðsett á rútustöðinni nálægt San Andres de Murcia. Gífurlegt magn af fötum og skóm var í húsnæðinu.
Búist er við að fleiri verði handteknir í kjölfar aðgerðanna.
Fréttir úr SÍ-spaniaidag
<Jon Henriksen>
Kveðja,
Már Elíson
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS, félags húseigenda á Spáni – www.fhs.is