Vínsmökkunarferð með sögulegu ívafi

Þá er komið að annarri dagsferð okkar.

Fimmtudaginn 17. október 2024. Vínsmökkunarferð með sögulegu ívafi.

Bjóðum upp á dagsferð til Novelda og Villena fyrir félagsmenn okkar svo og alla aðra er njóta vilja þessarar einstöku ferðar undir handleiðslu Jóns Hauks Sigurðssonar.

Fyrsta viðkoma er í Novelda hvar við skoðum m.a. Kirkju hinnar heilögu Mariu Magdalenu. Eftir um 2ja tíma stopp þar sem við getum fengið okkur hressingu á veitingastaðnum La Mola sem er við hlið kirkjunnar, verður haldið af stað til Villena sem er sömuleiðis rík af sögu á tímum Mára og Kristinna.

Þá er komið að aðalnúmeri dagsins – sjálfri vínsmökkunni!

Heimsækjum Bodega Francisco Gomez, þar sem verður boðið upp á smökkun 3ja víntegunda og 2ja tegunda af ólífuolíu en auk þess verður borinn fram Tapas í sinni girnilegustu mynd. Það fer enginn svangur né þyrstur heim !!

Í fyrrahaust komust færri að en vildu í þessa ferð.

Fimmtudaginn 17. október 2024 verður lagt af stað frá La Zenia mollinu (stóra planið gegnt Decathlon) kl. 09:30.
Frá Torrevieja (lögreglustöðinni á móti Carrefour og Habaneras ) kl. 10:00.
Frá La Marina (fyrir framan Lidl) kl. 10:20.

Verð á mann er 65 Evrur.

Sala miða hefst á Sundlaugarbarnum (Piscina Bar – Las Chismosas), föstudaginn 6. október kl. 14–16.

Ef þið hafið spurningar hikið þá ekki við að hafa samband við Jón Hauk í síma +34 688 44 3609 eða tölvupósti jonhsig4949@gmail.com

Deila: