AÐALFUNDUR FÉLAGS HÚSEIGENDA Á SPÁNI
Aðalfundur FHS verður haldinn laugardaginn 11. febrúar nk. kl. 13:00.
Fundarstaður: AKÓGES-SALURINN, Lágmúla 4, 3. hæð.
Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara (tilnefning stjórnar).
- Skýrsla stjórnar.
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
- Ákvörðun um félagsgjald næsta árs.
- Kosning formanns.
- Kosning í stjórn FHS (aðalstjórn og varastjórn).
- Kosning tveggja skoðunarmanna á reikningum félagsins.
- Önnur mál.
Sérstakur gestur fundarins er Már Elíson öryggisfulltúi FHS og mun hann vera með kynningu á sínu starfi, og svara spurningum félagsmanna.
Reynt verður að streyma fundinum.
Þetta er aðalfundur sem enginn félagsmaður á að láta fram hjá sér fara.
Bestu kveðjur,
Stjórn FHS