Af vettvangi FHS.

Góðir félagsmenn FHS!

Stjórn FHS er að vinna með ýmsar hugmyndir um öflugt starf félagsins. Þær hugmyndir verða kynntar félagsmönnum á næstunni. Ætlunin er að senda fjölpóst á alla félagsmenn FHS til kynningar á starfsemi FHS, en til þess að það nái árangri þurfa heimilisföng félagsmanna að vera rétt, sem og netföng. Borið hefur á því, að félagsmenn hafi ekki fengið félagsskírteini sín send heim, en til að njóta umsamins afsláttar FHS t.d. varðandi læknis- eða lögfræðiþjónustu, þarf að framvísa félagsskírteini. Stjórn FHS óskar eftir því, að félagsmenn kanni hvort félaginu hafi verið tilkynnt um breytt heimilisfang og/eða netfang, hafi þetta breyst. Sé svo skal tilkynna það til gjaldkera á netfangið gjaldkeri@beta.turteldufur.is.

Með félagskveðju, Jón Hólm Stefánsson, formaður FHS.

Deila: