Alþingiskosningar
Við höfum fengið fyrispurnir um alþingiskosningar 28. október n.k. og hvort við ætlum að standa fyrir rútuferðum til ræðismannsins í Benidorm. Því er til að svara að formaður hefur sent tölvupóst á utanríkisráðuneytið og fylgt þeim pósti eftir með símtali til að athuga með möguleika á að fá ræðismanninn í Benidorm til okkar t.d. Torrevieja eða Orihuela til að auðvelda löndum okkar að kjósa. Það er verið að kanna þetta fyrir okkur og læt ég vita hér og á facebook hvaða svör berast við þessu erindi.