Ný heimasíða

Góðir félagar

Nú er ný heimasíða komin í loftið og vil ég óska ykkur öllum til hamingju með hana.  Þetta var nauðsýnlegt að gera þar sem það var margt í gömlu síðunni sem var orðið skemmt.   Það er gaman að segja frá því að það var félagsmaður í FHS Þröstur Kristófersson sem á  mestan heiðurinn af vinnu við nýju síðuna og reyndum við í stjórn að aðstoða hann sem best við gátum.  Við þökkum Þresti kærlega fyrir það sem búið er en hann á eftir að vera okkur mikill stuðningur við eitt og annað sem tengist síðunni.

Eins og þið sjáið erum við að draga fram nýjar áherslur en efst er borði um félagið og það sem við erum að gera á hverjum tíma.   Þar fyrir neðan er auglýsingaborði fyrir auglýsendur sem vilja auglýsa á vefnum okkar.  Það er ein auglýsing komin inn en önnur á leiðinni fljótlega.  Fyrir þetta rukkum við 30.000 kr á ári.

Á borðanum hægra megin eru síður eins og afsláttabókin, bílaleigan og fl.  Þá er stefna okkar að setja upp möguleikan á að auglýsa eignir til leigu fyrir þá sem það vilja en við munum rukka árgjald fyrir mismikið eftir hvort um félagsmann er að ræða eða utanfélagsmann.  Nánar að þessu síðar.

Efst eru síður sem þið eins og Örygisnetið o.fl.

Það má búast við barnasjúkdómum í upphafi og höfum við rekist á að sumir hafa átt í erfiðleikum með að komast inn.  Það sem þið þá gerið er að þið setjið inn notendanafn og smellið á „Lost Password“ þá á kerfið að senda tölvupóst á netfangið sem þið eruð með skráð í kerfið og þið komist inn þannig.  Þið getið síðan breytt lykilorði eins og þið viljið eftir að þið eruð komin inn.  Til þess þarf að smella á FHS í svörtu línunni og velja stjórnborð, þar finnið þið „Mínar stillingar. „

Ef þetta gegnur ekki þá má senda á okkur tölvupóst á netfangið umsjon@beta.turteldufur.is og við reynum að aðstoða ykkur .

Deila: