Bannað að fara í saltvötnin
Bannað að fara í saltvötnin
Nú er það ljóst sund og leðjuböð í bleika vatninu við Torrevieja eru bönnuð að viðlögðum sektum allt að 600 Evrum.
Þetta kom þetta fram þegar Fanny Serrano borgarstjóri hitti fjölmiðla síðastliðinn þriðjudag með forstöðumanni „Parque Natural de la Laguna de la Mata og Torrevieja“, Francisco Martínez.
Fanny Serrano ítrekaði að það sé bannað að fara í lónið, sagði Fanny Serrano. Hún sagði jafnframt að fyrir þessu væru tvær meginástæður. Fyrst væru það áhyggjur af umhverfisárifum sem baðferðir gætu haft í för með sér. Svo gæti það verið mjög hættulegt vegna sjálfvirkra véla sem notuð eru til saltútdráttar í lóninu sjálfu. Brot gegn banninu geta varðað fjársektum frá 60 til 600€.
Það hefur verið athugað hvort mögulegt sé að leyfa aðskilið svæði með leirböðum samkvæmt umsókn frá stjórn garðsins frá því í mars 2018 til yfirvalda.
Því hefur nú verið svarað neitandi enda hafi yfirvöld ekki heimild til að veita leyfið vegna takmarkana sem settar voru þar um af stjórnvöldum þann 26. október 2012.
Borgarráð Serrano biðlar til yfirvalda ferðamála í Valencia-héraði að bregðast betur við þessum umsóknum frá þessum fyrirtækjum sem eru að bjóða ferðir í lónin samkvæmt umboði sínu. Sund og leirböð í saltvötnunum verða því ekki leyfð í bráð.
Í leiðinni er um að gera að benda áhugasömum á aðra leirbaðstaði t.d. í San Petro þar sem hægt er td að fara í leirbað