Eldsneytisverð að lækka á Spáni
FHS flytur ykkur smáfréttir úr ýmsum áttum Spánar og ekkert er heilagt í þeim efnum.
●
Eldsneytisverð –
Almenn lækkun á Spáni.
Loks er verð að lækka á spænska markaðnum. Verð á eldsneyti er fljótlega komið aftur í það sama og það áður en innrásin í Úkraínu hófst.
Í síðustu viku hefur verð á dísilolíu lækkað um 1,32 prósent eftir að hafa lækkað um tíma. Nú er verðið fyrir lítra af dísilolíu 1.571 evra að meðaltali. Verð á dísilolíu hefur lækkað um fimm prósent frá nýju ári.
Bensínverðið, super 95, er í augnablikinu 1.635 evrur hjá dýrari bensínstöðvunum en vegna heiðarlegrar samkeppni er það t.d. enn lægra hjá hinni mannlausu PLENO (1,47,7) og einnig hjá Easy Gas hér hjá okkur á Costa Blanca.
Meðaltankur af dísilolíu kostar 78,55 evrur en bensíntankur 81,75 evrur.
Verðið er samantekt frá 11.400 spænskum bensínstöðvum og er verðið birt í Olíublaði Evrópusambandsins.
Búist var við, þegar 20 senta afsláttur af eldsneyti var tekinn af 1. janúar á þessu ári 2023, og refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu áfram, myndi eldsneytisverð hækka enn frekar. – Enn sem komið er hefur þessi spá ekki ræst.
Heimild : SÍ-spaniaidag.no
<Jon Henriksen>