Ferðaárið 2024 hálfnað
Kæru ferðafélagar, ferðavinir!
Nú, þegar ferðaárið 2024 er hálfnað skulum við staldra við, líta um öxl og rifja upp þær ferðir sem þið kæru ferðavinir hafið í einstakri sameiningu gert ógleymanlegar!
DAGSFERÐIR:
BOCAIRENT, 4. og 5. apríl. Þátttaka var sömuleiðis frábær, 2 x 50 ferðavinir enn og aftur, margir sem komust ekki með.

ÆVINTÝRAFERÐIR:

MAROKKÓ, 22. apríl til 2. maí. Í þessa ógleymanlegu ferð komust eingöngu 40 ferðavinir því sátu margir eftir. Ekki örvænta! Ég mun fara aðra ferð.
SIGLING UM GRÍSKA EYJAHAFIÐ, 17. til 31. maí. Sömuleiðis í þessa ferða var fjöldi ferðavina takmarkaður, aðeins 30 ferðavinir komust með í þessa stórkostlegu upplifunarferð.

HVAÐ ER FRAMUNDAN?

NORÐUR SPÁNN, 22. til 30. september. La Rioja, Navarra, Bilbao, San-Sebastian. Land ríkrar menningar og sögu. Land vínræktar og einstakrar matargerðalistar. Ferðin er uppseld sem stendur með 50 ferðavinum.
EXTREMADURA (vestur Spánn), 13. til 19. október. Undirfögur, rík að sögu og menningu auk sterkra hefða í matargerðalist. Ferðin er uppseld sem stendur með 50 ferðavinum.


MALAGA, 5. til 9. desember AÐVENTUFERÐ FERÐ TIL ÞESSARAR FÖGRU BORGAR er kosin hefur verið fegursta aðventuborg Spánar sl. 5 ár. Við förum í dagsferðir til Ronda, Setenil og Mijas. Hámarksfjöldi ferðavina í þessa ferð er 40. Sem stendur eru einungis örfá sæti laus.
DAGSFERÐIR, áætlaðar eru 4 + dagsferðir frá lokum ágúst til nóvember. Meir síðar.
Að lokum kæru ferðavinir sendum við Inga mín ykkur okkar hjartans þakkir fyrir ógleymanlega tíma saman og traust. Ennfremur þökkum við Jón Haukur ykkur fyrir frábæra þátttöku í dagsferðum okkar.
Bestu sumarkveðjur,
Kristinn v Blöndal