Flug KEF-ALC og Norweigan Air

Ágætu FHS félagar og aðrir íslendingar,
.
Eins og glöggir ferðalangar sem reynt hafa, eða ætlað að skoða beint flug til og frá Spáni, þ.e. KEF-ALC eða ALC-KEF með Norwegina Air – hafa kannski tekið eftir, þá ER OPIÐ fyrir pantanir í nóvember og desember í beint flug frá Keflavík til Alicante.
.
.
Norwegian Air lofa þar 2 ferðum í viku í nóvember en 3 ferðum í viku í desember.
Þegar betur var að gáð, og hafði ég samband beint við Norwegian í dag, 5.október, þá telja þeir að fyrirsjánlegt sé að öll bein nóvember flug félagsins Keflavík-Alicante, falli niður.
EN….Viðmælandi hjá Norwegian sagði, að vegna nýlegrar innspýtingar fjármagns til félagsins, þá yrðu bein flug með Norwegian Air í desember.
.
Hafði ég einnig samband við Kristján Sigurjónsson hjá www.turisti.is sem sagði orðrétt ;
.
„Það eru engin merki um að Norwegian ætli að hefja Spánarflug til Íslands þó þau haldi þessu inni. – „Þau eru með eitthvað millilandaflug í gangi en sáralítið. Ferðaskrifstofur í Noregi eru orðnar langþreyttar á að ganga eftir endurgreiðslum frá þeim og reyndar SAS líka“.
„Ég skal heyra í Norwegian og reyna að fá skýr svör. Það hefur þó ekki gengið hingað til“.
.
Svo mörg voru þau orð.
.
Bið ég þá íslendinga sem hafa, eða eiga greidda miða með Norwegian frá Spáni og heim núna í nóvember komandi, að fylgjast vel með þegar og ef ferðum með þeim verður aflýst, og gera þá – og ekki fyrr – aðrar ráðstafanir með flug. – EF og þegar þeir aflýsa, er hægt að sækjast eftir endurgreiðslu – Ef þú hættir við sjálf/ur, – er það glatað fé.
.
Vinsamlegast,
Már Elison
Öryggis og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni
Deila: