|

Fundargerð Aðalfundar FHS 4.Febrúar 2017

4.Febrúar 2017 

Lögmætur fundur er settur með yfir 10% félagsmanna viðstadda eftir að aðalfundur var boðaður með tölvupósti og tilkynningum á Facebook og á heimasíðu 8.janúar 2017.

1.Farið var yfir skýrslu stjórnar 2016

 • Stjórnarskipan frá 6.feb ’16
 • Farið yfir skuldir og gjöld vegna starfsfólk FHS.
 • Í kjölfarið hættir Sveinn vegna krafa um 350 evrur þegar toppboð FHS var 250 evrur.
 • Hanna María tekur við.
 • Ágústa og Sigríður Blöndal sjá um aðstoð við íbúa á Costa Blanca og Jón Otti á Kanaríeyjum.
 • Haustfagnaður var haldin þar sem yfir 130 manns mættu og mikil ánægja með viðburðinn og ákveðið að halda áfram með slíka fögnuði.
 • Goldcar samningar endurnýjaðir með fáeinum breytingum
 • Flugsamningar ekki í höfn – verið að vinna í nýjum samningum.
 • Virðing fyrir stjórn og þeirri vinnu – ólaunuð vinna.

2.Farið yfir ársskýrslu

 • Sjá samþykktan ársreikning frá NGM Bókhaldsþjónustan ehf undirritað af Nönnu Marinósdóttir og skoðunarmönnum FHS.
 • Skuldir og Eigið fé:
  • Skammtímaskuldir greiddar af hluta 4.feb ’17 annað mun verða afskrifað
 • Rekstrarkostnaður:
  • Heimasíða – Of dýr eins og staðan er núna, planið að setja upp nýja, mun kostnaðaminni með mun minna viðhald.
 • Skammtímakröfur:
  • Ath. Óinnheimta styrki vegna auglýsinga á heimasíðu.

3.Umræður vegna skýrslu og ársreiknings.

 • Laufey Eyjólfsdóttir:
  • Spurning: Vegna veislu á Spáni, hvers vegna var útlagður kostnaður svona mikill
  • Svar Ómars: Boðið upp á rútuferð og atriði.
 • Skúli Skúlason (Inga Lóa):
  • Spurning: a) um hvernig er hægt að komast yfir ískápssegla með upplýsingum fyrir félagsmenn og b) Hver er skýr tilgangur-markmið-hlutverk FHS
  • Svar Ómars: a) Valgarð dreifir seglum á Spáni og b) svarað seinna á fundinum.

4.Ársreikningar samþykktir einróma af öllum þeim sem mættir eru á aðalfund FHS.

 • Samþykktir eru skoðunarmenn FHS:
  • Jón Steinn Elíasson
  • Viðar Marel Jóhannsson

5.Kosningar í stjórn.

 • Í framboði eru:

Formaður:

Víðir Aðalsteinsson

Ritari:

Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir

Gjaldkeri:

Ómar Karlsson

Stjórn:

Valgarð Reinharðsson

Bjarni Jarlsson

Katrín Árnadóttir

Varastjórn:

Eiríkur Haraldsson.

  • Þar sem það vantar 1 í varastjórn og í framboði til stjórnar var 1 of mikið þá samþykkir stjórn og allir þeir samankomnir á aðalfundi að Katrín Árnadóttir breytir framboði sínu í Varastjórn og því stjórn fullskipuð og sjálfkjörin og samþykkt af aðalfundi.
 • Fyrsta verk Víðis sem formanns:

Skipar Sólrúnu Guðjónsdóttur sem Verndara félagsins til að kynna félagið út á við á Íslandi, Spánar og víðar.

6.Víðir – Stefna og Markmið hans sem formanns.

 • Framtíð – Fortíðin er búin, núna bara stefna áfram.
 • Tímamót með verðlækkunum og aukinni flugumferð
 • Góður og fjölbreyttur hópur í stjórn. Samvinna er lykilatriði.
 • Opið fyrir tillögum
 • Tilgangur-Markmið-Hlutverk skýrt
 • Settir upp nefndir og hópar til að sinna ýmsum verkefnum:
  • Skemmtinefnd.
  • Sögunefnd (Til að halda utan um sögu FHS og til að kynna fyrir nýjum meðlimum)
  • Ritnefnd (Þröstur frá Stykkishólmi að sinna vefsíðu og svo nefnd til að setja fréttir ofl. á netið)
  • Öryggisnefnd (til að hlúa að félagsmönnum-upplýsingaflæði)
 • Sjálfvirkni í félagsgjöldum
 • Afslættir, allir í félaginu ættu að hjálpa til við að safna, hagur allra
 • Víðir þakkar fyrir sig og hlakkar til að takast á við verkefnið.

7.Annað

 • Árgjald.
  • Staða félagsins er góð og gjaldið sem er núna í 4.500kr mun standa í stað og haldast eins. (Stjórn hefur rétt til að hækka en nýtir það ekki að sinni)
 • Lagabreytingar:
  • Settar voru fram tillögur en enginn var til staðar til að styðja við þær tillögur.
  • Fært til bóka að fundur samþykkir að afgreiða ekki tillögur.

8.Önnur Mál – Umræður

 • Hreiðar Þórhallsson:
  • Veltir fyrir sér Tilgang-markmiði-hlutverki og stingur upp á að fá tillögur frá félagsmönnum, setja upp skipurit og auka upplýsingaflæði.
  • Bendir á að félagið sé ekki rekið til að safna peningum heldur eigi að nýta eigið fé í fólkið og félagið sé fyrir fólkið.
  • Veltir fyrir sér nýju nafni, Íslendingafélagið í stað FHS
  • Félagasamtök sem fólk á að njóta
  • Leggur til að stjórn fái umbun fyrir unna vinnu.
  • Nefnir að þeir sem eigi ekki hús sé ekki með kosningarétt.

#Innskot: Stjórn tekur við tillögum og spurningum og allir félagsmenn mega senda inn hugleiðingar.

 • Sæmundur Pálsson:
  • Spjallar um að við séum hagsmunafélag en ekki félagasamtök
  • Verðum að passa að hugsa um hvort annað og passa upp á hvort annað erlendis.
  • Semja við fyrirtæki og flug.
  • Minnir á mikilvægi þess að hafa félag eins og FHS.
 • Kristín Dagbjartsdóttir
  • Setja upp ígildi eins og Íslendingafélags
  • og setur fram spurningu vegna þess sem Hreiðar nefndi með að fólk sem eigi ekki hús sé ekki með kosningarétt.
   • Ómar svara: Það er leiðrétt og má sjá í 6.grein laga FHS… “Atkvæðis- og kosningarétt á aðalfundi hefur sá sem hefur gilt félagsskirteini og skuldar ekki árgjöld í félaginu” Skiptir ekki máli hvort að einstaklingur á eign á Spáni eða ekki.
 • Jón Steinn Elíasson
  • Umræða um hver við erum
  • Skýr tilgangur félags í lögum
  • Erum hagsmunasamtök – eigum að standa þétt við bakið á hvort öðru.
  • Samkeppni og breytt viðskiptaumhverfi
  • Nefnir einnig að það skiptir engu hvort þú eigir eign eða ekki, þú hefur öll réttindi sértu fullgildur félagi.
 • Lilja Ólafsdóttir:
  • Veltir fyrir sér samskiptum vegna bílaleigu, lélegt upplýsingaflæði ofl.
 • Erlingur Örn Hafsteinsson:
  • Bendir á gjafabréfakaup hjá flugfélögum,
  • FHS gæti keypt gjafbréf (borgar 10þ fyrir gjafabréf sem eru 15þ virði hjá flugfélagi, og félagar FHS gætu svo keypt það á kostnaðarverði af FHS)
  • Víðir svara: Frábær hugmynd og strax byrjað að skoða þetta.
 • Jóhann L Jóhannson:
  • Spjallar um kröfur Goldcar og stefnu
  • Lög og reglur – allir jafnir sem hafa greitt félagsgjöld
  • Heimasíða, Facebook – þarf að laga upplýsingar, ritmál og framsetningu.
 • Sigurður G. Steinþórsson
  • Fór yfir dagskrá Grísaveislu
  • Þakkar fyrir sig
  • Minnir að allir sé jafnir
 • Víðir – Formaður
  • Lokaorð
  • Setur skemmtinefnd af stað

FUNDI SLITIÐ.

F.h Stjórnar 2017

Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir

Deila:

Skildu eftir svar